Með ógleði í sauðburði Snærós Sindradóttir skrifar 3. maí 2014 07:00 Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bóndann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar. Hún hefur gengið með sex börn, fjögur þeirra samhliða því að reka meðalstórt kúabú með tilheyrandi vinnuhörku. Það var ákveðin opinberun fyrir borgarstúlkuna mig að blandast óvænt í búskap tengdaforeldranna. Ég tek þátt í heimaslátrun og verkun á haustin og virðing mín fyrir matnum sem ég læt ofan í mig, úr frystikistunni, hefur margfaldast. Virðing mín fyrir tengdamóður minni er líka margföld. Bændur fara nefnilega aldrei í frí. Við frestuðum borðhaldi á gamlárskvöld því ein kýrin var að bera og heimilisfólk þurfti að vera til staðar. Og á hverjum morgni rumska ég við tengdafjölskylduna þegar þau halda út í myrkrið að mjólka, sama hvaða dagur er og sama hvernig viðrar. Tengdamóðir mín, og aðrar konur í búskap, eru mér sérstaklega ofarlega í huga núna þegar ég er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég fékk minn skammt af ógleði, sem var þó ekkert til að tala um. Ég held ekki út matarboð ef gestirnir eru þaulsetnir án þess að taka smá kríu í myrku horni. Og blessuð grindin leyfir ekki hvaða háskaglennur og voðafettur sem er. Allt þetta hafa konur í búskap, bændur, gengið í gegnum á meðan þær hafa haldið úti búi af miklum myndugleika. Nú er sauðburður að hefjast í sveitum landsins. Konur hafa í gegnum aldirnar tekið þátt af festu enda ekkert annað í boði þegar maður er bóndi. Þú hættir ekki við sauðburð þó að það sé von á barni. Þær hafa haldið sér vakandi í gegnum heilu næturnar í fjárhúsunum. Verið á hækjum sér óhóflega lengi og umgengist illa lyktandi blóð, slím og saur úr skepnunum. Allt þetta án þess að kvarta og án þess að taka sér kríu. Bændur með barni, þið eigið alla mína virðingu. Skuldlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bóndann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar. Hún hefur gengið með sex börn, fjögur þeirra samhliða því að reka meðalstórt kúabú með tilheyrandi vinnuhörku. Það var ákveðin opinberun fyrir borgarstúlkuna mig að blandast óvænt í búskap tengdaforeldranna. Ég tek þátt í heimaslátrun og verkun á haustin og virðing mín fyrir matnum sem ég læt ofan í mig, úr frystikistunni, hefur margfaldast. Virðing mín fyrir tengdamóður minni er líka margföld. Bændur fara nefnilega aldrei í frí. Við frestuðum borðhaldi á gamlárskvöld því ein kýrin var að bera og heimilisfólk þurfti að vera til staðar. Og á hverjum morgni rumska ég við tengdafjölskylduna þegar þau halda út í myrkrið að mjólka, sama hvaða dagur er og sama hvernig viðrar. Tengdamóðir mín, og aðrar konur í búskap, eru mér sérstaklega ofarlega í huga núna þegar ég er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég fékk minn skammt af ógleði, sem var þó ekkert til að tala um. Ég held ekki út matarboð ef gestirnir eru þaulsetnir án þess að taka smá kríu í myrku horni. Og blessuð grindin leyfir ekki hvaða háskaglennur og voðafettur sem er. Allt þetta hafa konur í búskap, bændur, gengið í gegnum á meðan þær hafa haldið úti búi af miklum myndugleika. Nú er sauðburður að hefjast í sveitum landsins. Konur hafa í gegnum aldirnar tekið þátt af festu enda ekkert annað í boði þegar maður er bóndi. Þú hættir ekki við sauðburð þó að það sé von á barni. Þær hafa haldið sér vakandi í gegnum heilu næturnar í fjárhúsunum. Verið á hækjum sér óhóflega lengi og umgengist illa lyktandi blóð, slím og saur úr skepnunum. Allt þetta án þess að kvarta og án þess að taka sér kríu. Bændur með barni, þið eigið alla mína virðingu. Skuldlaust.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun