Frumflytur lag með maltneskri Eurovision-stjörnu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2014 11:00 Hér eru Valgeir og Chiara í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd/úr einkasafni „Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“ Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Við Chiara erum búin að vera að vinna saman síðastliðin tvö ár og þetta er fjórða lagið sem við gerum saman,“ segir Valgeir Magnússon, umboðsmaður maltnesku Eurovision-stjörnunnar Chiara Siracusa. Hann frumflytur nýtt lag ásamt stjörnunni á Euro Fan Café í Kaupmannahöfn á sunnudag sem heitir Mermaid in Love. Örlygur Smári og Pétur Örn sömdu lagið ásamt Valgeiri. „Samstarf okkar kom til þannig að ég var að túra með Heru Björk á milli tónlistarhátíða og Chiara var oft á sömu stöðum og við. Hún tók eftir því að Hera fékk betri þjónustu en flestir og sá að ég var duglegur að passa upp á hlutina. Einn daginn kom hún til mín og spurði hvort ég væri til í að sjá líka um sig,“ segir Valgeir sem var ekki sannfærður um að það gæti gengið upp. „Ég hugsaði mig um í nokkrar vikur því ég sá ekki hvernig þetta myndi ganga upp þar sem Ísland og Malta eru á hvort á sínum endanum á Evrópu. Svo hugsaði ég: Þetta getur allt verið unnið í gegnum netið. Nú erum við búin að taka upp fjögur lög saman, sem við gerum þannig að við Öggi erum á FaceTime í stúdíóinu hennar á Möltu og biðjum hana að gera hitt og þetta. Svo fáum við sendan sönginn og Öggi klárar málið.“ Varðandi nýja lagið, Mermaid in Love, segir Valgeir það hafa orðið til í áföngum. „Hugmyndina fékk ég þegar við vorum að spila saman í Þýskalandi síðasta sumar. Ég skrifaði niður nokkrar línur. Við Öggi hittumst svo nokkrum vikum síðar, töluðum aðeins um hugmyndina og hann kom strax með litla melódíu. Svo skoðuðum við þetta ekki neitt fyrr en fyrir tveimur vikum. Þá tókum við Pétur með okkur í sumarbústað og kláruðum lagið og fleiri lög sem við erum að ákveða hvað við gerum við.“
Eurovision Tengdar fréttir Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00 Strákarnir eru stútfullir af ást Sjáðu myndböndin. 29. apríl 2014 12:30 Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00 Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36 Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00 Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Farnir út að sigra í Eurovision "Vitið þið hvað? Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar áður en við fljúgum til Danmerkur til að sigra í Eurovision,“ sagði Heiðar Örn Kristjánsson, gítarleikari og söngvari í Pollapönki, við unga aðdáendur á Selfossi daginn áður en haldið var utan. 28. apríl 2014 07:00
Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk Eitt vinsælasta og þekktasta trommusett landsins, Dixarinn, fylgir Pollapönki til Kaupmannahafnar í Eurovision. 1. maí 2014 13:00
Fyrsta æfingin á Eurovision-sviðinu Hinn armenski Aram MP3 æfði sig fyrstur allra. 28. apríl 2014 10:36
Þetta er gott flipp Álitsgjafarnir Siggi Hlö, Rikki G, Heiðar Austmann og Friðrik Ómar sitja fyrir svörum 30. apríl 2014 19:00
Pollapönkarar spreyta sig á þekktum slagara Tóku Girls and Boys með Blur í Kaupmannahöfn. 1. maí 2014 15:10