Skiptastjóri hyggst úthluta Þorsteini Vatnsendalandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 08:45 Málaferli og deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið í 45 ár og virðast engan enda ætla að taka. Fréttablaðið/Valli Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tvenn málaferli vegna jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi eru í farvatninu. Skiptastjóri í dánarbúi Sigurðar Hjaltested leggur í dag fram frumvarp til úthlutunargerðar þess efnis að Þorsteini Hjaltested verði úthlutað því sem eftir stendur af jörðinni Vatnsenda samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Erfingjar Sigurðar ætla að mótmæla gjörningnum og láta á það reyna fyrir dómi hvort Þorsteinn sé lögmætur erfingi. Það verður ekki fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í málinu sem kemur í ljós hver telst réttmætur erfingi jarðarinnar. Guðjón Ólafur Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson, einn lögmanna erfingja Sigurðar, segir að þetta séu um 100 til 150 hektarar af verðmætu landi. Þetta sé af mörgum talið einn fallegasti partur jarðarinnar Vatnsenda enda liggi landið að Elliðavatni. Málaferli og hatrammar deilur vegna jarðarinnar Vatnsenda hafa staðið linnulítið í hálfan fimmta áratug og hefur verið tekist á um eignarrétt og hverjir séu lögmætir erfingjar. Því er nú haldið fram af erfingjum Sigurðar að Þorsteinn Hjaltested hafi verið ranglega tilgreindur sem þinglýstur eigandi jarðarinnar á þinglýsingarvottorði sem gefið var út um aldamót. Það hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar á síðasta ári. Vatnsendaland hefur verið byggingarland Kópavogs síðustu ár og hefur bæjarfélagið tekið eignarnám í jörðinni fjórum sinnum. Fyrst 1992 alls 20,5 hektara, sex árum síðar eða 1998 voru 54,4 hektarar teknir eignarnámi, aldamótaárið tók bærinn 90,5 hektara lands og 2007 voru teknir eignarnámi 864,7 hektarar lands. Þorsteinn Hjaltested Þá var gerð sátt í málinu og Þorsteini Hjaltested greiddir tæpir 2,3 milljarðar króna fyrir landið, auk þess sem hann fékk lóðir og önnur hlunnindi. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi að verðmæti þess sem kom í hlut Þorsteins hafi árið 2007 numið 6,5 til átta milljörðum króna. Erfingjar dánarbús Sigurðar geta ekki sætt sig við þessa skipan mála þar sem þeir telja að Þorsteinn sé hvorki eigandi Vatnsenda né hafi umráðarétt yfir jörðinni. Kópavogsbær hafi því ekki greitt réttu fólki eignarnámsbætur fyrir jörðina. Því er þess krafist fyrir dómi að bærinn greiði dánarbúi Sigurðar 75 milljarða króna og til vara er krafist 48 milljarða króna. „Þetta er í fyrsta skipti sem látið er á það reyna fyrir dómi að Kópavogsbæ beri að greiða dánarbúi Sigurðar Hjaltested réttmætar bætur fyrir eignarnám í jörðinni,“ segir Guðjón Ólafur. Kópavogsbær hafnar öllum kröfum erfingjanna og telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira