Mistakist þér endilega Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2014 06:00 Drjúgur tími blaðamanna fer í að renna í gegnum yfirlýsingar og fréttatilkynningar um allt milli himins og jarðar. Þannig er ritstjórnarpóstur Markaðarins nánast alltaf sneisafullur af tilkynningum frá fyrirtækjum um stöðuhækkanir og ráðningar, nýjar fjárfestingar, góða rekstrarafkomu og metsölutilkynningar. Eins og gerist og gengur þá ratar sumt af þessu í blaðið – annað ekki. Eðli málsins samkvæmt er slík upplýsingagjöf mjög einhliða og hlutdræg. Í flestum tilvikum er máluð glansmynd af viðkomandi fyrirtæki sem á sér kannski ekki alltaf stoð í veruleikanum. Það heyrir alla vega til algjörra undantekninga að tilkynningar eða upphrópanir berist um misheppnaðar fjárfestingar, gjaldþrot eða slaka afkomu. Samt gerist það á hverjum degi. Maður verður samt að sýna þessu ákveðinn skilning. Ekkert okkar vill viðra óhreina þvottinn sinn á almannafæri, af hverju ættu fyrirtækin eitthvað að vilja það frekar? Það reynist þannig oft erfitt að fá viðmælendur til að játa að eitthvað gangi illa. Kannski eru menn hræddir við að ef þeir láti vita að það sé erfitt hjá þeim þá láti nýjar fjárfestingar á sér standa. Viðskiptalífið er oft erfitt og viðkvæmt og það er skiljanlegt að menn vilji ekki glata tækifærum af því þeir voru heiðarlegir í fjölmiðlum um stöðu sína. Auðvitað er ekki hægt að gera þá kröfu að forsvarsmenn fyrirtækja hringi í fjölmiðla og segi frá mistökum sínum. Það er hlutverk blaðamanna að finna af sjálfsdáðum þá misbresti í rekstri fyrirtækja sem eiga erindi við almenning. Stundum tekst okkur það, stundum ekki. Eins og gengur. En mörg fyrirtæki eru oft svo lafhrædd við neikvæða umfjöllun að þau bregðast allt of harkalega við saklausum fyrirspurnum blaðamanna um hluti sem myndu alltaf flokkast sem smámál. Þessi ofsafengnu viðbrögð hafa síðan þveröfug áhrif; því þegar fyrirtæki reyna að fela misbrestina, svara með útúrsnúningum og misgáfuðum fjölmiðlafulltrúum þá fá blaðamenn strax á tilfinninguna að þarna sé stórfrétt á ferðinni, sem er heldur ekki rétt mynd af rekstrinum. Þannig getur hræðslan við neikvæða umfjöllun valdið fyrirtækjum mun meiri skaða en það að einfaldlega viðurkenna að mönnum hafi orðið á í messunni. Menn ná engum árangri án þess að þeir að minnsta kosti reyni. En það kemur meira til. Viðmælandi Markaðarins sem vinnur sem yfirmaður í nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sagði í janúar skilning á mistökum á Íslandi vera lítinn, það væri áberandi í Kísildalnum hversu mikil þolinmæði væri fyrir því að mönnum mistækist, þar er það daglegt brauð að ný fyrirtæki „floppi“ sem leiði til þess að fjárfestar tapa einhverjum peningum. „Ef menn hætta „heiðarlega“ og fara „heiðarlega“ á hausinn eða leggja niður fyrirtækið þá er mjög mikill skilningur á slíku. Það er litið á það sem góða reynslu að byrja síðan upp á nýtt,“ sagði viðmælandinn í janúar. Það er virkilega dapurt að við séum ekki opnari fyrir umræðu um mistök í viðskiptalífinu. Það vantar sárlega, bæði í fjölmiðla og viðskiptalífið, sem og í þjóðarsálina, það viðhorf að mönnum megi mistakast. Það að fá góða hugmynd, stofna fyrirtæki í kringum hana, selja hana síðan áfram og leggja grunn undir fyrirtæki sem menn vonast til að dafni, veiti fólki störf og skili sínu til þjóðfélagsins er löng vegferð og mun fleiri dyr lokaðar en opnar. Er ekki orðið tímabært að við viðurkennum þá staðreynd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Drjúgur tími blaðamanna fer í að renna í gegnum yfirlýsingar og fréttatilkynningar um allt milli himins og jarðar. Þannig er ritstjórnarpóstur Markaðarins nánast alltaf sneisafullur af tilkynningum frá fyrirtækjum um stöðuhækkanir og ráðningar, nýjar fjárfestingar, góða rekstrarafkomu og metsölutilkynningar. Eins og gerist og gengur þá ratar sumt af þessu í blaðið – annað ekki. Eðli málsins samkvæmt er slík upplýsingagjöf mjög einhliða og hlutdræg. Í flestum tilvikum er máluð glansmynd af viðkomandi fyrirtæki sem á sér kannski ekki alltaf stoð í veruleikanum. Það heyrir alla vega til algjörra undantekninga að tilkynningar eða upphrópanir berist um misheppnaðar fjárfestingar, gjaldþrot eða slaka afkomu. Samt gerist það á hverjum degi. Maður verður samt að sýna þessu ákveðinn skilning. Ekkert okkar vill viðra óhreina þvottinn sinn á almannafæri, af hverju ættu fyrirtækin eitthvað að vilja það frekar? Það reynist þannig oft erfitt að fá viðmælendur til að játa að eitthvað gangi illa. Kannski eru menn hræddir við að ef þeir láti vita að það sé erfitt hjá þeim þá láti nýjar fjárfestingar á sér standa. Viðskiptalífið er oft erfitt og viðkvæmt og það er skiljanlegt að menn vilji ekki glata tækifærum af því þeir voru heiðarlegir í fjölmiðlum um stöðu sína. Auðvitað er ekki hægt að gera þá kröfu að forsvarsmenn fyrirtækja hringi í fjölmiðla og segi frá mistökum sínum. Það er hlutverk blaðamanna að finna af sjálfsdáðum þá misbresti í rekstri fyrirtækja sem eiga erindi við almenning. Stundum tekst okkur það, stundum ekki. Eins og gengur. En mörg fyrirtæki eru oft svo lafhrædd við neikvæða umfjöllun að þau bregðast allt of harkalega við saklausum fyrirspurnum blaðamanna um hluti sem myndu alltaf flokkast sem smámál. Þessi ofsafengnu viðbrögð hafa síðan þveröfug áhrif; því þegar fyrirtæki reyna að fela misbrestina, svara með útúrsnúningum og misgáfuðum fjölmiðlafulltrúum þá fá blaðamenn strax á tilfinninguna að þarna sé stórfrétt á ferðinni, sem er heldur ekki rétt mynd af rekstrinum. Þannig getur hræðslan við neikvæða umfjöllun valdið fyrirtækjum mun meiri skaða en það að einfaldlega viðurkenna að mönnum hafi orðið á í messunni. Menn ná engum árangri án þess að þeir að minnsta kosti reyni. En það kemur meira til. Viðmælandi Markaðarins sem vinnur sem yfirmaður í nýsköpunarfyrirtæki í Kaliforníu sagði í janúar skilning á mistökum á Íslandi vera lítinn, það væri áberandi í Kísildalnum hversu mikil þolinmæði væri fyrir því að mönnum mistækist, þar er það daglegt brauð að ný fyrirtæki „floppi“ sem leiði til þess að fjárfestar tapa einhverjum peningum. „Ef menn hætta „heiðarlega“ og fara „heiðarlega“ á hausinn eða leggja niður fyrirtækið þá er mjög mikill skilningur á slíku. Það er litið á það sem góða reynslu að byrja síðan upp á nýtt,“ sagði viðmælandinn í janúar. Það er virkilega dapurt að við séum ekki opnari fyrir umræðu um mistök í viðskiptalífinu. Það vantar sárlega, bæði í fjölmiðla og viðskiptalífið, sem og í þjóðarsálina, það viðhorf að mönnum megi mistakast. Það að fá góða hugmynd, stofna fyrirtæki í kringum hana, selja hana síðan áfram og leggja grunn undir fyrirtæki sem menn vonast til að dafni, veiti fólki störf og skili sínu til þjóðfélagsins er löng vegferð og mun fleiri dyr lokaðar en opnar. Er ekki orðið tímabært að við viðurkennum þá staðreynd?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun