Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Fastlínukerfi borðsímanna og fyrsta kynslóð farsíma önnuðu vel þeirri umferð sem þurfti vegna talsambands. Aukin áhersla á gagnaflutninga vegna nets og internetumferðar í fartæki hefur knúið fjárfestingu í fjarskiptageira áfram. Fréttablaðið/Samsett mynd Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“ Fréttaskýringar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“
Fréttaskýringar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira