Umhverfisvænt að rukka Pawel Bartoszek skrifar 21. mars 2014 07:00 Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í. Einhver byggði lítinn skúr til að fólk gæti skipt um föt í meira skjóli. Menn fóru að rukka inn. Í dag er þessi litli skúr orðinn að einhverju best þekkta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu. Þarna, hjá Bláa lóninu, er búið að reisa einhvern svakalegan dekurkastala. Gestir eru rukkaðir um 35 evrur fyrir einfalda sundferð. „Viltu fá handklæði og bjór? Tvöfalt meira! Viltu fá mat og töfflur? Þrefalt meira!“ Kortaposarnir tralla. Ímyndum okkur að einhver pólitíkus hefði ákveðið að það mætti ekki rukka í Bláa lónið. „Íslendingar skulu ekki vera rukkaðir fyrir að fá að baða sig í sínu eigin affallsvatni og hana nú!“ Hefði eitthvað af þessu orðið að veruleika? Við værum með ofsetið lón með hundruðum bíla og fólki að reyna að skipta um föt á malarplani. Allt að fyllast af rusli. Þingmenn kjördæmisins myndu hrista hausinn og segja að það þyrfti meira fé til að hreinsa lónið „svo sómi væri að“. Það gengi ekki að bjóða erlendum gestum upp á þetta. Það þyrfti að stofna sjóð „hreinsunar ferðamannastaða“ og úthluta úr honum svo einhver gæti daglega veitt bjórdósir og Fríhafnarplastpoka upp úr lóninu.Sanngjarnt og umhverfisvænt Sú leið að það kosti sérstaklega inn á hvern fjölfarinn ferðamannastað er umhverfisvænst. Ef einungis verður boðið upp á miðlæga pakkadíla eins og „náttúrupassa“ þá hafa þeir sem keypt hafa sig inn í það fyrirkomulag ekki lengur ástæðu til að dreifa sér frekar á síður farna staði. Þegar fólk hefur keypt sér slíkan passa er engin ástæða lengur til að fara ekki að sjá Gullfoss eða Geysi á háannatíma. Eiginlega „verður maður að gera það“. Maður er búinn að kaupa þennan passa og allt. Það er engin betri eða sanngjarnari leið til að stýra aðgengi að stöðum heldur en verð. Ef staðurinn ber ekki lengur fjöldann þá hækka menn verðið. Síðan nota menn peninginn til að stækka staðinn til að hann geti borið enn fleiri og þá græða þeir enn meira. Þeim sem er illa við peninga finnst þetta hljóma eins og hræðileg framtíðarsýn en hún er það ekki. Um leið og rukkað er inn á stað eins og Geysi fer allra-þjóða-lopapeysulið sem gengur um með úkúlele í rassvasanum að tala um að Geysir sé orðið orðið algjört sellát. „Við förum til Krýsuvíkur, eins og heimamenn!“ segir liðið til að skapa sér sérstöðu. Gömlu náttúruperlunum er hlíft. Og níska – unga fólkið finnur sér nýjar náttúruperlur til að heimsækja. Ný trend verða til.Miðlægir draumar Margir hafa trú á miðlægum lausnum. Vinsælasta miðlæga lausnin er sú að stjórnvöld rukki skatta og úthluti síðan fé til uppbyggingar hingað og þangað. Sumir nefna virðisaukaskatt á gistiþjónustu, í raun algjörlega ótengdan hlut, í þessu samhengi. Það er sjálfsagt að hafa hann hærri – en í alvöru talað – sú aðgerð að hækka hann mun ein og sér einungis minnka álagið á helstu staði með því að fækka ferðamönnum almennt (sem við viljum ekki) en ekki dreifa túristum á fleiri staði. Aðgangseyrir á Everest er 1-2 milljónir (bara aðgangurinn, ekkert annað). Væri sniðugt að hafa frítt upp á Everest en bara hærri virðisaukaskatt á gistingu í Nepal? Væri það umhverfisvænt? Varla. Sumum er ekki sérstaklega vel við peninga. Það er við því að búast að það fólk kalli hvert það ómiðstýrða fyrirkomulag þar sem einn einkaaðili rukkar annan nöfnum á borð við „Villta vestrið“. Fólk má vera dramatískt mín vegna. En það breytir því ekki að vandfundin er sanngjarnari, hagkvæmari og umhverfisvænni leið en sú að fólk borgi beint, úr eigin vasa, fyrir aðgang að vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í. Einhver byggði lítinn skúr til að fólk gæti skipt um föt í meira skjóli. Menn fóru að rukka inn. Í dag er þessi litli skúr orðinn að einhverju best þekkta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu. Þarna, hjá Bláa lóninu, er búið að reisa einhvern svakalegan dekurkastala. Gestir eru rukkaðir um 35 evrur fyrir einfalda sundferð. „Viltu fá handklæði og bjór? Tvöfalt meira! Viltu fá mat og töfflur? Þrefalt meira!“ Kortaposarnir tralla. Ímyndum okkur að einhver pólitíkus hefði ákveðið að það mætti ekki rukka í Bláa lónið. „Íslendingar skulu ekki vera rukkaðir fyrir að fá að baða sig í sínu eigin affallsvatni og hana nú!“ Hefði eitthvað af þessu orðið að veruleika? Við værum með ofsetið lón með hundruðum bíla og fólki að reyna að skipta um föt á malarplani. Allt að fyllast af rusli. Þingmenn kjördæmisins myndu hrista hausinn og segja að það þyrfti meira fé til að hreinsa lónið „svo sómi væri að“. Það gengi ekki að bjóða erlendum gestum upp á þetta. Það þyrfti að stofna sjóð „hreinsunar ferðamannastaða“ og úthluta úr honum svo einhver gæti daglega veitt bjórdósir og Fríhafnarplastpoka upp úr lóninu.Sanngjarnt og umhverfisvænt Sú leið að það kosti sérstaklega inn á hvern fjölfarinn ferðamannastað er umhverfisvænst. Ef einungis verður boðið upp á miðlæga pakkadíla eins og „náttúrupassa“ þá hafa þeir sem keypt hafa sig inn í það fyrirkomulag ekki lengur ástæðu til að dreifa sér frekar á síður farna staði. Þegar fólk hefur keypt sér slíkan passa er engin ástæða lengur til að fara ekki að sjá Gullfoss eða Geysi á háannatíma. Eiginlega „verður maður að gera það“. Maður er búinn að kaupa þennan passa og allt. Það er engin betri eða sanngjarnari leið til að stýra aðgengi að stöðum heldur en verð. Ef staðurinn ber ekki lengur fjöldann þá hækka menn verðið. Síðan nota menn peninginn til að stækka staðinn til að hann geti borið enn fleiri og þá græða þeir enn meira. Þeim sem er illa við peninga finnst þetta hljóma eins og hræðileg framtíðarsýn en hún er það ekki. Um leið og rukkað er inn á stað eins og Geysi fer allra-þjóða-lopapeysulið sem gengur um með úkúlele í rassvasanum að tala um að Geysir sé orðið orðið algjört sellát. „Við förum til Krýsuvíkur, eins og heimamenn!“ segir liðið til að skapa sér sérstöðu. Gömlu náttúruperlunum er hlíft. Og níska – unga fólkið finnur sér nýjar náttúruperlur til að heimsækja. Ný trend verða til.Miðlægir draumar Margir hafa trú á miðlægum lausnum. Vinsælasta miðlæga lausnin er sú að stjórnvöld rukki skatta og úthluti síðan fé til uppbyggingar hingað og þangað. Sumir nefna virðisaukaskatt á gistiþjónustu, í raun algjörlega ótengdan hlut, í þessu samhengi. Það er sjálfsagt að hafa hann hærri – en í alvöru talað – sú aðgerð að hækka hann mun ein og sér einungis minnka álagið á helstu staði með því að fækka ferðamönnum almennt (sem við viljum ekki) en ekki dreifa túristum á fleiri staði. Aðgangseyrir á Everest er 1-2 milljónir (bara aðgangurinn, ekkert annað). Væri sniðugt að hafa frítt upp á Everest en bara hærri virðisaukaskatt á gistingu í Nepal? Væri það umhverfisvænt? Varla. Sumum er ekki sérstaklega vel við peninga. Það er við því að búast að það fólk kalli hvert það ómiðstýrða fyrirkomulag þar sem einn einkaaðili rukkar annan nöfnum á borð við „Villta vestrið“. Fólk má vera dramatískt mín vegna. En það breytir því ekki að vandfundin er sanngjarnari, hagkvæmari og umhverfisvænni leið en sú að fólk borgi beint, úr eigin vasa, fyrir aðgang að vinsælustu ferðamannastöðum landsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun