Það má alveg hlæja þótt það sé drama Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. mars 2014 12:00 Birgitta Birgisdóttir tekur Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur í karphúsið um borð í Ferjunni. Mynd: Grímur Bjarnason „Þetta er ótrúlega áhugavert verk,“ segir Birgitta Birgisdóttir, ein leikaranna í nýju verki Kristínar Marju Baldursdóttur sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. „Þetta er fyrsta leikrit Kristínar Marju og dálítið ólíkt því sem hún hefur skrifað áður. Það eru mikil forréttindi að fá að takast á við nýtt íslenskt verk og við höfum þurft að vinna með ýmislegt sem ekki kemur til álita í verkum sem oft hafa verið sett upp áður. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna en rosalega krefjandi.“ Spurð hvort þetta sé gamanleikur eða drama dregur Birgitta við sig svarið en kemst svo að þeirri niðurstöðu að þetta sé hvort tveggja. „Við höfum reyndar fundið svolítið fyrir því að fólk viti ekki alveg hvort það megi hlæja, en þetta er mjög fyndið, bara eins og lífið er ef maður horfir þannig á það. Það sem kannski sjokkerar er hversu ofbeldisfullar konurnar eru hver við aðra, við viljum oft halda að konur beiti ekki ofbeldi, en við gerum það og það má alveg segja frá því.“ Verkið fjallar um fimm íslenskar konur og þrjá karla sem stödd eru erlendis og neyðast til að sigla saman heim til Íslands á ryðguðum dalli. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir, nýskipaður leikhússtjóri Borgarleikhússins. Vytautas Narbutas hannar leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir búninga, Þórður Orri Pétursson lýsingu. Hallur Ingólfsson semur tónlist fyrir verkið. Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlega áhugavert verk,“ segir Birgitta Birgisdóttir, ein leikaranna í nýju verki Kristínar Marju Baldursdóttur sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. „Þetta er fyrsta leikrit Kristínar Marju og dálítið ólíkt því sem hún hefur skrifað áður. Það eru mikil forréttindi að fá að takast á við nýtt íslenskt verk og við höfum þurft að vinna með ýmislegt sem ekki kemur til álita í verkum sem oft hafa verið sett upp áður. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna en rosalega krefjandi.“ Spurð hvort þetta sé gamanleikur eða drama dregur Birgitta við sig svarið en kemst svo að þeirri niðurstöðu að þetta sé hvort tveggja. „Við höfum reyndar fundið svolítið fyrir því að fólk viti ekki alveg hvort það megi hlæja, en þetta er mjög fyndið, bara eins og lífið er ef maður horfir þannig á það. Það sem kannski sjokkerar er hversu ofbeldisfullar konurnar eru hver við aðra, við viljum oft halda að konur beiti ekki ofbeldi, en við gerum það og það má alveg segja frá því.“ Verkið fjallar um fimm íslenskar konur og þrjá karla sem stödd eru erlendis og neyðast til að sigla saman heim til Íslands á ryðguðum dalli. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir, nýskipaður leikhússtjóri Borgarleikhússins. Vytautas Narbutas hannar leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir búninga, Þórður Orri Pétursson lýsingu. Hallur Ingólfsson semur tónlist fyrir verkið.
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira