Er búið að tékka á þér? Teitur Guðmundsson skrifar 18. mars 2014 00:00 Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega, annars vegar til að koma í veg fyrir að hann falli úr ábyrgð og hins vegar vegna þess að við viljum vera örugg um að allt sé í lagi. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn. Því til viðbótar eru ákveðnir fyrirfram gefnir kílómetrar eða tími sem hlutirnir eiga að endast, líkt og olían og bremsurnar svo dæmi sé tekið. Þetta er allt svo einfalt og þægilegt, við treystum því að þegar búið er að lesa af tölvunni verði gert við það sem þarf. Því verða einu áhyggjurnar sem við þurfum að hafa af hinum ökumönnunum í umferðinni. Slysin gera svo sem ekki boð á undan sér en maður er þó alltént með allt sitt á hreinu, ekki satt? Þegar kemur að líkamanum flækist málið töluvert, en það er ekki enn búið að finna upp neina vél sem jafnast á við það sem mannslíkaminn getur og er væntanlega enn býsna langt í það. Við læknar erum enn að reyna að átta okkur á eðlilegri starfsemi hans og skilja hana til hlítar, fyrir utan það að geta brugðist við þegar líkaminn bilar með einum eða öðrum hætti. Okkur miðar ágætlega áfram en eigum mjög langt í land með það að geta stungið okkur í samband við tæki sem framkvæmir bilanagreiningu. Það er þarna sem áhugi, þekking og innsæi í bland við mannlega þáttinn gerir læknisfræðina svo skemmtilega.Allt árið um kring Núna í marsmánuði erum við upptekin af vitundarvakningu á krabbameinum karla. Í október munum við svo blása aftur í lúðra og vekja konur til vitundar um krabbamein í bleikum mánuði. Þetta er allt gott og blessað og ber að fagna því sérstaklega, enda ekki vanþörf á að minna okkur á hætturnar sem liggja í leyni. Það þarf bara að gera það allt árið um kring. Karlar jafnt sem konur ættu að vera jafn meðvituð um krabbamein hvort sem það eru þessir mánuðir eða einhverjir aðrir á árinu. Hið sama á við um aðra sjúkdóma, en ef litið er til Bandaríkjanna þá eru yfir 150 sjúkdómar og vandamál sem eiga sinn dag, viku eða mánuð. Áhugavert er að sjá að í júlí og desember er minnst um slíkt og sennilega er það á grundvelli markaðsaðstæðna. Annars vegar eru flestir í fríi og eru ekkert að velta sér upp úr þessu eða vilja halda jólin hátíðleg og ekki láta trufla sig í þeim undirbúningi. Gallinn er bara sá að sjúkdómar, hverjir sem þeir eru, stinga sér niður alla daga ársins, líka á aðfangadag!Eitthvað öfugsnúið Skipulagt heilsufarseftirlit í forvarnarskyni á vegum ríkisins er í gangi allt árið á Íslandi. Má þar nefna ungbarna- og mæðravernd, legháls- og brjóstakrabbameinsskimun auk öflugrar fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri í gegnum skólakerfi og Embætti landlæknis. Þá skipar heilsugæslan stóran sess sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu á landsvísu. Þrátt fyrir þetta eru margir óöruggir með það hvert skuli leita, hvað eigi að skoða, hvernig og á hvaða aldri. Ekki er samræmi á milli fagaðila í þó samræmdu kerfi og engar klínískar leiðbeiningar til hjá Embætti landlæknis hvað þetta snertir. Það eru hins vegar til leiðbeiningar um skimun gegn ristilkrabbameini sem eru frá 2002 sem hefur enn ekki verið framfylgt sökum fjárskorts heilbrigðisyfirvalda. Þetta er eitthvað öfugsnúið! Bretar hafa í gegnum sitt NHS-kerfi nýlega sett fram NICE-leiðbeiningar um almennt heilsufarseftirlit allra einstaklinga á aldrinum 40-74 ára, á að minnsta kosti fimm ára fresti. Þar sem markmiðið er að stemma stigu við hjarta- og æðasjúkdómum, heilaáföllum, sykursýki, háum blóðþrýstingi og nýrnasjúkdómum til viðbótar við hefðbundna skimun gegn krabbameinum. Allt lífsstílstengdir þættir og þeir telja sig geta komið í veg fyrir 650 dauðsföll, 1.600 hjartaáföll og 4.000 nýgreiningar á sykursýki af tegund 2 á hverju ári með þessum hætti. Þetta er áhugaverð nálgun og sennilega verða margar gagnrýnisraddir uppi, en boltinn er farinn að rúlla. Temdu þér hollan lífsstíl, ekki reykja og láttu skoða þig reglubundið, mæla blóðþrýstinginn, kólesterólið, nýrnastarfsemina og blóðsykurinn auk þess að vera á varðbergi gagnvart krabbameinum. Það er engin tölva sem getur lesið líkamann ennþá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega, annars vegar til að koma í veg fyrir að hann falli úr ábyrgð og hins vegar vegna þess að við viljum vera örugg um að allt sé í lagi. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn. Því til viðbótar eru ákveðnir fyrirfram gefnir kílómetrar eða tími sem hlutirnir eiga að endast, líkt og olían og bremsurnar svo dæmi sé tekið. Þetta er allt svo einfalt og þægilegt, við treystum því að þegar búið er að lesa af tölvunni verði gert við það sem þarf. Því verða einu áhyggjurnar sem við þurfum að hafa af hinum ökumönnunum í umferðinni. Slysin gera svo sem ekki boð á undan sér en maður er þó alltént með allt sitt á hreinu, ekki satt? Þegar kemur að líkamanum flækist málið töluvert, en það er ekki enn búið að finna upp neina vél sem jafnast á við það sem mannslíkaminn getur og er væntanlega enn býsna langt í það. Við læknar erum enn að reyna að átta okkur á eðlilegri starfsemi hans og skilja hana til hlítar, fyrir utan það að geta brugðist við þegar líkaminn bilar með einum eða öðrum hætti. Okkur miðar ágætlega áfram en eigum mjög langt í land með það að geta stungið okkur í samband við tæki sem framkvæmir bilanagreiningu. Það er þarna sem áhugi, þekking og innsæi í bland við mannlega þáttinn gerir læknisfræðina svo skemmtilega.Allt árið um kring Núna í marsmánuði erum við upptekin af vitundarvakningu á krabbameinum karla. Í október munum við svo blása aftur í lúðra og vekja konur til vitundar um krabbamein í bleikum mánuði. Þetta er allt gott og blessað og ber að fagna því sérstaklega, enda ekki vanþörf á að minna okkur á hætturnar sem liggja í leyni. Það þarf bara að gera það allt árið um kring. Karlar jafnt sem konur ættu að vera jafn meðvituð um krabbamein hvort sem það eru þessir mánuðir eða einhverjir aðrir á árinu. Hið sama á við um aðra sjúkdóma, en ef litið er til Bandaríkjanna þá eru yfir 150 sjúkdómar og vandamál sem eiga sinn dag, viku eða mánuð. Áhugavert er að sjá að í júlí og desember er minnst um slíkt og sennilega er það á grundvelli markaðsaðstæðna. Annars vegar eru flestir í fríi og eru ekkert að velta sér upp úr þessu eða vilja halda jólin hátíðleg og ekki láta trufla sig í þeim undirbúningi. Gallinn er bara sá að sjúkdómar, hverjir sem þeir eru, stinga sér niður alla daga ársins, líka á aðfangadag!Eitthvað öfugsnúið Skipulagt heilsufarseftirlit í forvarnarskyni á vegum ríkisins er í gangi allt árið á Íslandi. Má þar nefna ungbarna- og mæðravernd, legháls- og brjóstakrabbameinsskimun auk öflugrar fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri í gegnum skólakerfi og Embætti landlæknis. Þá skipar heilsugæslan stóran sess sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu á landsvísu. Þrátt fyrir þetta eru margir óöruggir með það hvert skuli leita, hvað eigi að skoða, hvernig og á hvaða aldri. Ekki er samræmi á milli fagaðila í þó samræmdu kerfi og engar klínískar leiðbeiningar til hjá Embætti landlæknis hvað þetta snertir. Það eru hins vegar til leiðbeiningar um skimun gegn ristilkrabbameini sem eru frá 2002 sem hefur enn ekki verið framfylgt sökum fjárskorts heilbrigðisyfirvalda. Þetta er eitthvað öfugsnúið! Bretar hafa í gegnum sitt NHS-kerfi nýlega sett fram NICE-leiðbeiningar um almennt heilsufarseftirlit allra einstaklinga á aldrinum 40-74 ára, á að minnsta kosti fimm ára fresti. Þar sem markmiðið er að stemma stigu við hjarta- og æðasjúkdómum, heilaáföllum, sykursýki, háum blóðþrýstingi og nýrnasjúkdómum til viðbótar við hefðbundna skimun gegn krabbameinum. Allt lífsstílstengdir þættir og þeir telja sig geta komið í veg fyrir 650 dauðsföll, 1.600 hjartaáföll og 4.000 nýgreiningar á sykursýki af tegund 2 á hverju ári með þessum hætti. Þetta er áhugaverð nálgun og sennilega verða margar gagnrýnisraddir uppi, en boltinn er farinn að rúlla. Temdu þér hollan lífsstíl, ekki reykja og láttu skoða þig reglubundið, mæla blóðþrýstinginn, kólesterólið, nýrnastarfsemina og blóðsykurinn auk þess að vera á varðbergi gagnvart krabbameinum. Það er engin tölva sem getur lesið líkamann ennþá!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun