Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 08:00 Hjarta Páls hætti að slá og hann hneig niður við borðstofuborðið fimm tímum eftir útskrift af spítala. Ástríður reyndi allt sem hún gat til að veita honum fyrstu hjálp en Páll komst aldrei aftur til meðvitundar. Vísir/Stefán Ástríður missti eiginmann sinn, Pál Hersteinsson, fyrir tveimur og hálfu ári síðan, stuttu eftir sextugsafmæli hans. Ástríður og Páll voru gift í tæp þrjátíu ár en þau kynntust í Cambridge þar sem þau stunduðu bæði nám. „Ég fann hann í London. Hann var sannur lífsförunautur og við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Vorum bæði líffræðingar, nema hann var stígvélalíffræðingur og ég sloppalíffræðingur,“ segir Ástríður hlæjandi. Við sitjum við skenk í borðstofunni sem er hlaðinn fjölskyldumyndum. Mynd af Páli með fyrsta afabarninu er sérstaklega falleg og grípur augað. „Hún var nýfædd þegar Páll lést þannig að hann náði að verða afi. Síðan hann dó hafa tvö bæst í hópinn. Páll var dásamlegur faðir og hefði notið afahlutverksins í botn.“Dáinn eftir rúma viku Páll hafði skipulagt að minnka við sig vinnu rétt fyrir andlátið en hann var prófessor við Háskóla Íslands. Þau hjónin ætluðu að njóta þess að ferðast og fara í sumarbústaðinn sem þau áttu svo margar góðar stundir í. Þau plön urðu að engu í september árið 2011. „Hann fékk kviðverki, fór á spítala og rúmri viku síðar fór hann þaðan út í kistu,“ segir Ástríður en á meðan á sjúkralegu hans stóð datt henni ekki í hug að hann væri í lífshættu því þeim hjónum var aldrei sagt að hann hafði greinst með alvarlegan sjúkdóm. Andlátið var Ástríði eðlilega mikið áfall enda bar það brátt að og hafði Páll alltaf verið verið við góða heilsu. Eftir dauða hans hellti hún sér í rannsóknir á sjúkdómnum sem Páll hafði verið greindur með. Þá fékk hún annað áfall. „Að mínu mati leikur enginn vafi á að Páll þurfti að líða fyrir endurtekin mistök og vanrækslu starfsfólks Landspítalans.“ Í kjölfarið hóf hún baráttu sem hún stendur enn í; að fá sannleikann um greiningu og læknismeðferð Páls á Landspítalanum upp á yfirborðið. Hún segir þetta erfiðustu baráttu sem hún hafi háð. „Ég ráðlegg engum að fara í þessa vegferð. Þetta er svo sárt. En Páll fékk ekki að berjast og það var ekki barist fyrir hann á spítalanum. Ég fann að ég gat ekki látið kyrrt liggja.“Mistökin mega ekki endurtaka sig Til að geta kært mistökin til Landlæknis þurfti hún rökstyðja grun sinn. Fyrir slíkan rökstuðning þurfti hún að fá aðgang að sjúkraskýrslum Páls. En það var ekki einfalt. Eftir fjöldann allan af bréfaskriftum þar sem Embætti Landlæknis og stjórn Landspítalans vísuðu hvort á annað segist hún hafa fengið á tilfinninguna að kerfisbundið væri verið að koma í veg fyrir að hún fengi skýrslurnar og beðið væri eftir að hún gæfist upp. „En ég gefst ekki upp. Tilfinningin sem situr í mér eftir síðustu tvö ár er að þetta sé hreinlega yfirhylming en ég vil að spítalinn læri af dauða Páls svo að mistökin endurtaki sig ekki.“ Loks fékk hún skýrslurnar í hendurnar og á borðstofuborðinu liggur stór mappa troðfull af skjölum tengdum málinu. Eftir mikla vinnu við að lesa og reyna að skilja tormelt læknamálið hefur Ástríður kært meðferðina á Landspítalanum til lögreglu. Ákæran er í 25 liðum sem lýsa mistökum og vanrækslu við sjúkdómsgreiningu, meðferð og umönnun Páls.Kolröng meðferð „Páll fór í skurðaðgerð daginn eftir innlögn. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina bar ábyrgð á honum á meðan dvölinni stóð. Í aðgerðalýsingu segir læknirinn að Páll sé með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi. Hann staðfestir svo þessa sjúkdómsgreiningu í beiðni um ráðgjöf hjá blóðmeinafræðingi þremur dögum síðar. Sú ráðgjöf barst ekki fyrr en löngu seinna og ég hef aldrei fengið útskýringu á því. En skurðlæknirinn virðist hreinlega ekki hafa fyrir því að ganga á eftir beiðninni eða leita sér upplýsinga með öðrum hætti og því fékk Páll ranga meðferð við sjúkdómnum.“ Þar sem hjónunum var aldrei greint frá sjúkdómnum héldu þau að blóðtapparnir væru tímabundið ástand, eins og þegar fólk fær blóðtappa í flugvélum, og gerðu ráð fyrir að Páll fengi viðeigandi meðferð við þeim. Sjúkdómurinn sem Páll greindist með er aftur á móti mun alvarlegri og með dánartíðni upp á 30 prósent. Með réttri meðferð fer hún niður í sex prósent og skiptir miklu máli hve fljótt er brugðist við. Meðferðin er alltaf sú sama; tafarlaus blóðþynning í æð í mjög stórum skömmtum. Einnig sýklalyfjagjöf, rúmlega, algjör hvíld á meltingarvegi og gott eftirlit með lífsmörkum. „Páll fékk aftur á móti örlítinn, fyrirbyggjandi skammt af blóðþynningarlyfjum, var látinn taka göngutúra um deildina, tekinn af sýklalyfjum og bara kominn í kjötbollurnar nokkrum dögum eftir aðgerðina. Á meðan spítalavistinni stóð hrakaði honum greinilega, var mjög slappur og veikburða. Ekki nóg með að hann fengi ekki viðeigandi meðferð, hann fékk meðferð sem gerði illt verra. Það er eins og markmiðið hafi bara verið útskrifa hann sem fyrst.“Páll Hersteinsson eyddi mörgum sumrum á Hornströndum við rannsóknir á refum. Hann var mikill frumkvöðull í rannsóknum á vistfræði og hegðun refa og gaf meðal annars út bókina Agga gagg um veru sína í Ófeigsfirði við rannsóknir.Dáinn fimm tímum eftir útskrift Þegar Páll var útskrifaður viku eftir komuna á spítalann héldu hjónin að búið væri að meðhöndla blóðtappana og því væri þessu ferli lokið. Nú ætti Páll að safna kröftum heima.„Ég þurfti að styðja hann út í bíl þegar hann útskrifaðist og hann var á engan hátt líkur sjálfum sér. Ég hugsaði með mér að hann hefði ekkert að gera heim og ég hef margoft ásakað sjálfa mig eftir dauða hans, fyrir að hafa ekki fylgt eðlisávísuninni.“ Fimm tímum eftir að Ástríður og Páll komu heim fékk hann hjartastopp og hneig niður við borðstofuborðið. Það er sárt fyrir Ástríði að rifja það upp enda upplifði hún sig algjörlega vanmáttuga og vissi að með hverri mínútunni sem hún beið eftir sjúkraflutningamönnunum minnkuðu lífslíkur hans. „Hann komst aldrei aftur til meðvitundar og var heiladauður þegar sjúkrabíllinn kom. Þegar hann var færður á spítalann sást í tölvusneiðmyndatöku að hann hafði verið að hlaða upp blóðtöppum allan tímann sem hann lá á spítalanum. En það var ekki splæst á hann tölvusneiðmyndatöku til að athuga það fyrir útskrift.“ Dánarorsök sögð vera hjartastopp Mánuði eftir andlátið fékk Ástríður fregnir af sjúkdómsgreiningunni frá kunningjum á spítalanum og kynnti sér hann vandlega. Það var þá sem fór að renna á hana tvær grímur. Enda er margt í gögnunum passaði ekki við greininguna og er dánarvottorð Páls eitt dæmi um það. Á vottorðinu stendur að dánarorsök sé hjartastopp. „Allir sem deyja, hvort sem það er óvænt, í slysi eða vegna sjúkdóms, fá hjartastopp að lokum. Hjartastoppið var að sjálfsögðu afleiðing, ekki orsök. Ég sýndi breskum læknum dánarvottorðið og þeir sögðu að það myndi aldrei vera tekið gilt þar á landi. En andlátið var afgreitt sem hjartastopp, ekki sem óvænt andlát og því ekki tilkynnt til yfirvalda eða kannað frekar af spítalanum.“ Skurðlæknir giskar á meðferð Ástríður tengir mistökin á spítalanum ekki við tækjaskort eða manneklu á spítalanum heldur við mannlega þætti sem ekki ættu að vera við lýði á heilbrigðisstofnun. „Ég held að mergur málsins sé að skurðlæknirinn hafi fyllst hroka yfir eigin ágæti. Að hann hafi litið svo á að hann gæti skorið „meiddið“ burt og sent sjúklinginn heim. Hann ber sig ekki eftir upplýsingum, ráðfærir sig ekki við lyflækna og giskar á meðferð. Það er vanræksla að mínu mati.“ Ástríður segir samskiptin við Landlækni og Landspítala hafa orðið enn stirðari eftir að hún kærði málið til lögreglu. „Þetta er sama fólk og kemur í fjölmiðla og segist vera í svo góðu sambandi við aðstandendur en einu skiptin sem það hefur talað við mig, hvort sem Páll var lífs eða liðinn, er þegar ég hef krafist þess. Þau halda kannski að ég sé einhver læknahrellir en ég lít svo á að ég sé að hjálpa til við að auka öryggi sjúklinga. Það ætti líka að vera markmið spítalans og ég furða mig á að ekki skuli koma meira frumkvæði frá þeim og vilji til að upplýsa málið.“ Ein á móti öllum Ástríður hefur þó vandað sig að vera kurteis og hófsöm í öllum samskiptum. „Ég reyni að gera þetta í anda Páls. Hann myndi segja mér núna að ég þurfi ekkert að bæta í því sannleikurinn segi alla söguna. Ég hef aftur á móti mætt kulda og andstyggð sem hefur látið mér líða eins og að vera lagður í einelti. Upplifunin að vera ein á móti öllum. Hvert einasta kuldalega svar hefur tekið á og ýft upp sorgina. Þetta lengir því vissulega sorgarferlið en réttlætiskenndin drífur mig áfram,“ segir Ástríður sem er hvergi nærri hætt og leggur nú lokahönd á heimasíðu með leiðbeiningum byggðum á eigin reynslu til aðstandenda sjúklinga sem deyja á Landspítalanum. Tengdar fréttir Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Ástríður missti eiginmann sinn, Pál Hersteinsson, fyrir tveimur og hálfu ári síðan, stuttu eftir sextugsafmæli hans. Ástríður og Páll voru gift í tæp þrjátíu ár en þau kynntust í Cambridge þar sem þau stunduðu bæði nám. „Ég fann hann í London. Hann var sannur lífsförunautur og við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Vorum bæði líffræðingar, nema hann var stígvélalíffræðingur og ég sloppalíffræðingur,“ segir Ástríður hlæjandi. Við sitjum við skenk í borðstofunni sem er hlaðinn fjölskyldumyndum. Mynd af Páli með fyrsta afabarninu er sérstaklega falleg og grípur augað. „Hún var nýfædd þegar Páll lést þannig að hann náði að verða afi. Síðan hann dó hafa tvö bæst í hópinn. Páll var dásamlegur faðir og hefði notið afahlutverksins í botn.“Dáinn eftir rúma viku Páll hafði skipulagt að minnka við sig vinnu rétt fyrir andlátið en hann var prófessor við Háskóla Íslands. Þau hjónin ætluðu að njóta þess að ferðast og fara í sumarbústaðinn sem þau áttu svo margar góðar stundir í. Þau plön urðu að engu í september árið 2011. „Hann fékk kviðverki, fór á spítala og rúmri viku síðar fór hann þaðan út í kistu,“ segir Ástríður en á meðan á sjúkralegu hans stóð datt henni ekki í hug að hann væri í lífshættu því þeim hjónum var aldrei sagt að hann hafði greinst með alvarlegan sjúkdóm. Andlátið var Ástríði eðlilega mikið áfall enda bar það brátt að og hafði Páll alltaf verið verið við góða heilsu. Eftir dauða hans hellti hún sér í rannsóknir á sjúkdómnum sem Páll hafði verið greindur með. Þá fékk hún annað áfall. „Að mínu mati leikur enginn vafi á að Páll þurfti að líða fyrir endurtekin mistök og vanrækslu starfsfólks Landspítalans.“ Í kjölfarið hóf hún baráttu sem hún stendur enn í; að fá sannleikann um greiningu og læknismeðferð Páls á Landspítalanum upp á yfirborðið. Hún segir þetta erfiðustu baráttu sem hún hafi háð. „Ég ráðlegg engum að fara í þessa vegferð. Þetta er svo sárt. En Páll fékk ekki að berjast og það var ekki barist fyrir hann á spítalanum. Ég fann að ég gat ekki látið kyrrt liggja.“Mistökin mega ekki endurtaka sig Til að geta kært mistökin til Landlæknis þurfti hún rökstyðja grun sinn. Fyrir slíkan rökstuðning þurfti hún að fá aðgang að sjúkraskýrslum Páls. En það var ekki einfalt. Eftir fjöldann allan af bréfaskriftum þar sem Embætti Landlæknis og stjórn Landspítalans vísuðu hvort á annað segist hún hafa fengið á tilfinninguna að kerfisbundið væri verið að koma í veg fyrir að hún fengi skýrslurnar og beðið væri eftir að hún gæfist upp. „En ég gefst ekki upp. Tilfinningin sem situr í mér eftir síðustu tvö ár er að þetta sé hreinlega yfirhylming en ég vil að spítalinn læri af dauða Páls svo að mistökin endurtaki sig ekki.“ Loks fékk hún skýrslurnar í hendurnar og á borðstofuborðinu liggur stór mappa troðfull af skjölum tengdum málinu. Eftir mikla vinnu við að lesa og reyna að skilja tormelt læknamálið hefur Ástríður kært meðferðina á Landspítalanum til lögreglu. Ákæran er í 25 liðum sem lýsa mistökum og vanrækslu við sjúkdómsgreiningu, meðferð og umönnun Páls.Kolröng meðferð „Páll fór í skurðaðgerð daginn eftir innlögn. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina bar ábyrgð á honum á meðan dvölinni stóð. Í aðgerðalýsingu segir læknirinn að Páll sé með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi. Hann staðfestir svo þessa sjúkdómsgreiningu í beiðni um ráðgjöf hjá blóðmeinafræðingi þremur dögum síðar. Sú ráðgjöf barst ekki fyrr en löngu seinna og ég hef aldrei fengið útskýringu á því. En skurðlæknirinn virðist hreinlega ekki hafa fyrir því að ganga á eftir beiðninni eða leita sér upplýsinga með öðrum hætti og því fékk Páll ranga meðferð við sjúkdómnum.“ Þar sem hjónunum var aldrei greint frá sjúkdómnum héldu þau að blóðtapparnir væru tímabundið ástand, eins og þegar fólk fær blóðtappa í flugvélum, og gerðu ráð fyrir að Páll fengi viðeigandi meðferð við þeim. Sjúkdómurinn sem Páll greindist með er aftur á móti mun alvarlegri og með dánartíðni upp á 30 prósent. Með réttri meðferð fer hún niður í sex prósent og skiptir miklu máli hve fljótt er brugðist við. Meðferðin er alltaf sú sama; tafarlaus blóðþynning í æð í mjög stórum skömmtum. Einnig sýklalyfjagjöf, rúmlega, algjör hvíld á meltingarvegi og gott eftirlit með lífsmörkum. „Páll fékk aftur á móti örlítinn, fyrirbyggjandi skammt af blóðþynningarlyfjum, var látinn taka göngutúra um deildina, tekinn af sýklalyfjum og bara kominn í kjötbollurnar nokkrum dögum eftir aðgerðina. Á meðan spítalavistinni stóð hrakaði honum greinilega, var mjög slappur og veikburða. Ekki nóg með að hann fengi ekki viðeigandi meðferð, hann fékk meðferð sem gerði illt verra. Það er eins og markmiðið hafi bara verið útskrifa hann sem fyrst.“Páll Hersteinsson eyddi mörgum sumrum á Hornströndum við rannsóknir á refum. Hann var mikill frumkvöðull í rannsóknum á vistfræði og hegðun refa og gaf meðal annars út bókina Agga gagg um veru sína í Ófeigsfirði við rannsóknir.Dáinn fimm tímum eftir útskrift Þegar Páll var útskrifaður viku eftir komuna á spítalann héldu hjónin að búið væri að meðhöndla blóðtappana og því væri þessu ferli lokið. Nú ætti Páll að safna kröftum heima.„Ég þurfti að styðja hann út í bíl þegar hann útskrifaðist og hann var á engan hátt líkur sjálfum sér. Ég hugsaði með mér að hann hefði ekkert að gera heim og ég hef margoft ásakað sjálfa mig eftir dauða hans, fyrir að hafa ekki fylgt eðlisávísuninni.“ Fimm tímum eftir að Ástríður og Páll komu heim fékk hann hjartastopp og hneig niður við borðstofuborðið. Það er sárt fyrir Ástríði að rifja það upp enda upplifði hún sig algjörlega vanmáttuga og vissi að með hverri mínútunni sem hún beið eftir sjúkraflutningamönnunum minnkuðu lífslíkur hans. „Hann komst aldrei aftur til meðvitundar og var heiladauður þegar sjúkrabíllinn kom. Þegar hann var færður á spítalann sást í tölvusneiðmyndatöku að hann hafði verið að hlaða upp blóðtöppum allan tímann sem hann lá á spítalanum. En það var ekki splæst á hann tölvusneiðmyndatöku til að athuga það fyrir útskrift.“ Dánarorsök sögð vera hjartastopp Mánuði eftir andlátið fékk Ástríður fregnir af sjúkdómsgreiningunni frá kunningjum á spítalanum og kynnti sér hann vandlega. Það var þá sem fór að renna á hana tvær grímur. Enda er margt í gögnunum passaði ekki við greininguna og er dánarvottorð Páls eitt dæmi um það. Á vottorðinu stendur að dánarorsök sé hjartastopp. „Allir sem deyja, hvort sem það er óvænt, í slysi eða vegna sjúkdóms, fá hjartastopp að lokum. Hjartastoppið var að sjálfsögðu afleiðing, ekki orsök. Ég sýndi breskum læknum dánarvottorðið og þeir sögðu að það myndi aldrei vera tekið gilt þar á landi. En andlátið var afgreitt sem hjartastopp, ekki sem óvænt andlát og því ekki tilkynnt til yfirvalda eða kannað frekar af spítalanum.“ Skurðlæknir giskar á meðferð Ástríður tengir mistökin á spítalanum ekki við tækjaskort eða manneklu á spítalanum heldur við mannlega þætti sem ekki ættu að vera við lýði á heilbrigðisstofnun. „Ég held að mergur málsins sé að skurðlæknirinn hafi fyllst hroka yfir eigin ágæti. Að hann hafi litið svo á að hann gæti skorið „meiddið“ burt og sent sjúklinginn heim. Hann ber sig ekki eftir upplýsingum, ráðfærir sig ekki við lyflækna og giskar á meðferð. Það er vanræksla að mínu mati.“ Ástríður segir samskiptin við Landlækni og Landspítala hafa orðið enn stirðari eftir að hún kærði málið til lögreglu. „Þetta er sama fólk og kemur í fjölmiðla og segist vera í svo góðu sambandi við aðstandendur en einu skiptin sem það hefur talað við mig, hvort sem Páll var lífs eða liðinn, er þegar ég hef krafist þess. Þau halda kannski að ég sé einhver læknahrellir en ég lít svo á að ég sé að hjálpa til við að auka öryggi sjúklinga. Það ætti líka að vera markmið spítalans og ég furða mig á að ekki skuli koma meira frumkvæði frá þeim og vilji til að upplýsa málið.“ Ein á móti öllum Ástríður hefur þó vandað sig að vera kurteis og hófsöm í öllum samskiptum. „Ég reyni að gera þetta í anda Páls. Hann myndi segja mér núna að ég þurfi ekkert að bæta í því sannleikurinn segi alla söguna. Ég hef aftur á móti mætt kulda og andstyggð sem hefur látið mér líða eins og að vera lagður í einelti. Upplifunin að vera ein á móti öllum. Hvert einasta kuldalega svar hefur tekið á og ýft upp sorgina. Þetta lengir því vissulega sorgarferlið en réttlætiskenndin drífur mig áfram,“ segir Ástríður sem er hvergi nærri hætt og leggur nú lokahönd á heimasíðu með leiðbeiningum byggðum á eigin reynslu til aðstandenda sjúklinga sem deyja á Landspítalanum.
Tengdar fréttir Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01