Margföld súkkulaðisæla Sólveig Gísladóttir skrifar 13. mars 2014 18:00 Berglind lumar á uppskrift að Þrefaldri súkkulaðisælu. Fleiri uppskriftir úr ranni Berglindar má sjá á kryddogkrasir.com. Mynd/GVA Berglind Ólafsdóttir byrjaði ung að elda. Hún er einarður áhugamaður um matarblogg og að áeggjan yngstu dóttur sinnar stofnaði hún sitt eigið blogg, Krydd og krásir, sem er nokkurs konar samstarfsverkefni allrar fjölskyldunnar. Hún gefur uppskrift að góðgæti á veisluborðið. Matreiðsla og matarmenning er mikið áhugamál Berglindar Ólafsdóttur og segja má að svo hafi verið frá því að hún var ung. Tólf ára gömul réð hún sig í sveit þar sem hún sá um matreiðslu, heimilisstörf og barnapössun. „Þar lærði ég ákveðinn grunn sem ég bý að enn þann dag í dag,“ segir Berglind sem naut þess að starfa í sveitinni í nokkur sumur. „Seinna réð ég mig hjá Úlfari Jakobsen ferðamálafrömuði, ferðaðist um hálendið og eldaði fyrir erlenda ferðamenn í eldhúsbílum og -tjöldum,“ lýsir Berglind. „Það má segja að matreiðslan sé mín hugleiðsla,“ segir Berglind sem hefur lengi fylgst með matarbloggi Nönnu Rögnvaldar, læknisins í eldhúsinu og fleirum slíkra. „Yngri dóttur minni fannst galið að móðir hennar væri ekki þarna á meðal og skoraði á mig að stofna mitt eigið matarblogg,“ segir Berglind sem tók áskoruninni og hefur nú í tæpt ár bloggað á síðunni Krydd og krásir. „Síðan er skemmtileg samvinna fjölskyldunnar og átti bara að vera fyrir okkur, hálfgert fjölskyldugrín. Allir hafa skoðun á hvað eigi að fara inn á hana og hálpast að við að taka myndir." Berglind á tvær dætur og eru þær báðar fermdar. „Þegar haft var samband við mig vegna uppskriftar fyrir Fermingarblaðið ræddi ég það við þær og þá kom ekkert annað til greina en uppskrift að súkkulaðibitum sem við köllum Þrefalda súkkulaðisælu. Þessa sælu hef ég bakað bæði fyrir fermingarveislu yngri dótturinnar og brúðkaupsveislu þeirrar eldri,“ útskýrir Berglind. Uppskriftin er fremur einföld að sögn Berglindar. „Hún kemur upphaflega frá Nigellu en ég hef aðeins breytt henni og þróað,“ segir hún en Berglindi finnst gaman að leika sér með skreytingu kökunnar. „Á sumrin ræktum við æt blóm í garðinum okkar. Til dæmis fjólur, morgunfrúr og skjaldfléttu. Mér finnst gaman að nota þær til skreytingar. Annars er hefðbundið að skreyta með ferskum berjum eins og ég geri hér.“Þreföld súkkulaðisæla300 g suðusúkkulaði100 g rjómasúkkulaði350 g smjör6 egg350 g sykur1 msk. vanilludropar (heimagerðir eru bestir)200 g hveiti (sigtað)300 g hvítt súkkulaði Bræðið saman suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og smjör við mjög lágan hita eða yfir vatnsbaði. Hrærið egg og sykur vel saman eða þar til sykurinn er vel uppleystur. Bætið vanilludropunum út í og hrærið síðan súkkulaði-smjör-blönduna rólega saman við. Sigtað hveiti er þá hrært saman við. Hvíta súkkulaðið saxað gróft, gott er að hafa bitana stóra svo þeir bráðni ekki við bakstur. Hvíta súkkulaðinu er að lokum bætt í blönduna. Þekið skúffukökuform með bökunarpappír og hellið blöndunni í – formið sem ég nota er 26x32 cm. Athugið að bökunarpappírinn skiptir miklu máli upp á að ná kökunni á einfaldan hátt úr forminu. Bakið við 180°C í 35-45 mín. Skerið kökuna í hæfilega bita og skreytið að vild, t.d. með því að sigta flórsykur yfir bitana og skreyta með berjum eða fallegum ætum blómum s.s. fjólum, morgunfrúm eða lavender. Matarblogg Berglindar er að finna hér. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Berglind Ólafsdóttir byrjaði ung að elda. Hún er einarður áhugamaður um matarblogg og að áeggjan yngstu dóttur sinnar stofnaði hún sitt eigið blogg, Krydd og krásir, sem er nokkurs konar samstarfsverkefni allrar fjölskyldunnar. Hún gefur uppskrift að góðgæti á veisluborðið. Matreiðsla og matarmenning er mikið áhugamál Berglindar Ólafsdóttur og segja má að svo hafi verið frá því að hún var ung. Tólf ára gömul réð hún sig í sveit þar sem hún sá um matreiðslu, heimilisstörf og barnapössun. „Þar lærði ég ákveðinn grunn sem ég bý að enn þann dag í dag,“ segir Berglind sem naut þess að starfa í sveitinni í nokkur sumur. „Seinna réð ég mig hjá Úlfari Jakobsen ferðamálafrömuði, ferðaðist um hálendið og eldaði fyrir erlenda ferðamenn í eldhúsbílum og -tjöldum,“ lýsir Berglind. „Það má segja að matreiðslan sé mín hugleiðsla,“ segir Berglind sem hefur lengi fylgst með matarbloggi Nönnu Rögnvaldar, læknisins í eldhúsinu og fleirum slíkra. „Yngri dóttur minni fannst galið að móðir hennar væri ekki þarna á meðal og skoraði á mig að stofna mitt eigið matarblogg,“ segir Berglind sem tók áskoruninni og hefur nú í tæpt ár bloggað á síðunni Krydd og krásir. „Síðan er skemmtileg samvinna fjölskyldunnar og átti bara að vera fyrir okkur, hálfgert fjölskyldugrín. Allir hafa skoðun á hvað eigi að fara inn á hana og hálpast að við að taka myndir." Berglind á tvær dætur og eru þær báðar fermdar. „Þegar haft var samband við mig vegna uppskriftar fyrir Fermingarblaðið ræddi ég það við þær og þá kom ekkert annað til greina en uppskrift að súkkulaðibitum sem við köllum Þrefalda súkkulaðisælu. Þessa sælu hef ég bakað bæði fyrir fermingarveislu yngri dótturinnar og brúðkaupsveislu þeirrar eldri,“ útskýrir Berglind. Uppskriftin er fremur einföld að sögn Berglindar. „Hún kemur upphaflega frá Nigellu en ég hef aðeins breytt henni og þróað,“ segir hún en Berglindi finnst gaman að leika sér með skreytingu kökunnar. „Á sumrin ræktum við æt blóm í garðinum okkar. Til dæmis fjólur, morgunfrúr og skjaldfléttu. Mér finnst gaman að nota þær til skreytingar. Annars er hefðbundið að skreyta með ferskum berjum eins og ég geri hér.“Þreföld súkkulaðisæla300 g suðusúkkulaði100 g rjómasúkkulaði350 g smjör6 egg350 g sykur1 msk. vanilludropar (heimagerðir eru bestir)200 g hveiti (sigtað)300 g hvítt súkkulaði Bræðið saman suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og smjör við mjög lágan hita eða yfir vatnsbaði. Hrærið egg og sykur vel saman eða þar til sykurinn er vel uppleystur. Bætið vanilludropunum út í og hrærið síðan súkkulaði-smjör-blönduna rólega saman við. Sigtað hveiti er þá hrært saman við. Hvíta súkkulaðið saxað gróft, gott er að hafa bitana stóra svo þeir bráðni ekki við bakstur. Hvíta súkkulaðinu er að lokum bætt í blönduna. Þekið skúffukökuform með bökunarpappír og hellið blöndunni í – formið sem ég nota er 26x32 cm. Athugið að bökunarpappírinn skiptir miklu máli upp á að ná kökunni á einfaldan hátt úr forminu. Bakið við 180°C í 35-45 mín. Skerið kökuna í hæfilega bita og skreytið að vild, t.d. með því að sigta flórsykur yfir bitana og skreyta með berjum eða fallegum ætum blómum s.s. fjólum, morgunfrúm eða lavender. Matarblogg Berglindar er að finna hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira