Átt við einhverfu á leiksviðinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 10. mars 2014 11:00 Góður leikhópur: "Leikhópurinn var með allt sitt á hreinu sem hlýtur að skrifast á góða leikstjórn sem Hilmar Jónsson hefur með höndum.“ MYND: Grímur Bjarnason Leiklist: Furðulegt háttalag hunds um nótt Stóra svið Borgarleikhússins Höfundur: Simon Stephens Leikstjórn: Hilmar Jónsson Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: ThorbjØrn Knudsen Tónlist: Frank Hall Titillag: Ásgeir Trausti Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Danshöfundur: Lee Proud Myndband: Petr Hloušek Sýningin Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöld, byggir á leikgerð Simon Stephens sem svo byggir á skáldsögu Mark Haddons – sögu sem margir þekkja og naut nokkurra vinsælda á Íslandi þá er hún kom hér út í íslenskri þýðingu. Bæði bókin og leikritið, sem frumsýnt var í London árið 2012, hafa hlotið fjölda verðlauna. Sagan fjallar um 15 ára einhverfan dreng sem rekst á hund sem drepinn hefur verið með stungugaffli í garði nágrannakonunnar. Drengurinn, sem er mikill stærðfræðihaus, vill verða geimfari en er að auki aðdáandi Sherlocks Holmes, er í fyrstu grunaður um verknaðinn en fljótlega verður lögreglunni ljóst að þarna er um sérstakan dreng að ræða, sem ekki getur logið og honum er sleppt. Drengurinn ákveður í kjölfarið að rannsaka þetta dularfulla dráp.Of langt í annan endann Fléttan er ágæt; rannsókn málsins verður til að mikilvæg atriði er snerta líf drengsins afhjúpast. En, reyndar dugar framvindan sem slík ekki til að ríghalda athygli manns nema fram að hléi. Eftir það breytist tempó sýningarinnar; allt snýst um að drífa sig við að raða brotunum saman í heillega mynd, og hengja hana upp á vegg svo allir geti unað glaðir við sitt, eftir snörp kynni af heimi hins einhverfa og fjölskyldu hans. Bygging verksins er einfaldlega skrítin. Spenna um hvort drengnum tækist að taka stúdentspróf í stærðfræði dugði í það minnsta ekki til að halda athygli þess sem hér skrifar og í þeim skilningi var leikritið of langt. Og þegar efniviðurinn, hluttekning með hlutskipti hins einhverfa blandaðist saman við hina dramatísku framsetningu leikhússins gat það reynst…yfirdrifið. En, líkast til er það mjög persónubundið hvernig slíkt orkar á áhorfendur. Sýningin gekk vel þetta frumsýningarkvöld og rann hnökralaust; leikhópurinn var með allt sitt á hreinu sem hlýtur að skrifast á góða leikstjórn sem Hilmar Jónsson hefur með höndum. Allt hverfist um einhverfa drenginn sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson lék. Sagan byggir á heimi hans en innsýn í hugarheim hans á leiksviðinu hlaust með því snjallræði að kennslu- og vinkona drengsins, sem Brynhildur Guðjónsdóttir lék af miklu öryggi, les úr bók sem hann skrifar um ævintýri sitt. Þótt hlutverk drengsins sé þakklátt, er það langt í frá einfalt. Mikið er undir því komið að áhorfendur láti sér ekki á sama standa um drenginn en jafnframt verður hann að vera þreytandi upp að því marki að óþol annarra persóna gagnvart honum sé skiljanlegt. Þetta er vandfundinn jafnvægispunktur sem hinn mjög svo geðþekki Þorvaldur Davíð fann og það má heita vel að verki staðið.Hin viðkvæma hluttekning Leikhópurinn allur stóð sig verulega vel, einvala lið en eins og áður sagði snýst þetta að verulegu leyti um að finna hina réttu línu, að hluttekningin með aðstæðum persóna fjúki ekki út í veður og vind þegar þær tapa þolinmæðinni gagnvart hinum einhverfa. Óþarft er að draga einhvern út úr hópnum nema óhjákvæmilegt er að nefna frammistöðu Bergs Þórs Ingólfssonar í hlutverki föðurins sem er í mikilli klemmu. Bergur Þór túlkaði það með miklum ágætum og fyllti vel út í sviðið.Stjarna sýningarinnar baksviðs En, stjörnu sýningarinnar er að finna baksviðs. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar er glæsileg hönnun sem þjónar sýningunni afbragðs vel. Finnur Arnar nær, í góðri samvinnu við Björn Bergstein Guðmundsson ljósameistara, grafíska hönnuðinn Petr Hloušek og Þórunni Maríu Jónsdóttur búningahönnuð, að skapa sjónræna veislu á sviðinu. Kóreógrafía Lee Proud var einnig vel útfærð og gaf góða tilfinningu fyrir firringu drengsins. Leikritið er mjög breskt og sem betur fer reyndi þýðandinn Guðrún Vilmundardóttir sig ekki við staðfæringar, slíkt hefði getað endað með ósköpum.Niðurstaða: Sjónræn og vel gerð sýning, vel leikin en sagan stendur ekki vel undir svo langri sýningu – sem hlýtur að skrifast á leikgerðina. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Furðulegt háttalag hunds um nótt Stóra svið Borgarleikhússins Höfundur: Simon Stephens Leikstjórn: Hilmar Jónsson Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: ThorbjØrn Knudsen Tónlist: Frank Hall Titillag: Ásgeir Trausti Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir Danshöfundur: Lee Proud Myndband: Petr Hloušek Sýningin Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöld, byggir á leikgerð Simon Stephens sem svo byggir á skáldsögu Mark Haddons – sögu sem margir þekkja og naut nokkurra vinsælda á Íslandi þá er hún kom hér út í íslenskri þýðingu. Bæði bókin og leikritið, sem frumsýnt var í London árið 2012, hafa hlotið fjölda verðlauna. Sagan fjallar um 15 ára einhverfan dreng sem rekst á hund sem drepinn hefur verið með stungugaffli í garði nágrannakonunnar. Drengurinn, sem er mikill stærðfræðihaus, vill verða geimfari en er að auki aðdáandi Sherlocks Holmes, er í fyrstu grunaður um verknaðinn en fljótlega verður lögreglunni ljóst að þarna er um sérstakan dreng að ræða, sem ekki getur logið og honum er sleppt. Drengurinn ákveður í kjölfarið að rannsaka þetta dularfulla dráp.Of langt í annan endann Fléttan er ágæt; rannsókn málsins verður til að mikilvæg atriði er snerta líf drengsins afhjúpast. En, reyndar dugar framvindan sem slík ekki til að ríghalda athygli manns nema fram að hléi. Eftir það breytist tempó sýningarinnar; allt snýst um að drífa sig við að raða brotunum saman í heillega mynd, og hengja hana upp á vegg svo allir geti unað glaðir við sitt, eftir snörp kynni af heimi hins einhverfa og fjölskyldu hans. Bygging verksins er einfaldlega skrítin. Spenna um hvort drengnum tækist að taka stúdentspróf í stærðfræði dugði í það minnsta ekki til að halda athygli þess sem hér skrifar og í þeim skilningi var leikritið of langt. Og þegar efniviðurinn, hluttekning með hlutskipti hins einhverfa blandaðist saman við hina dramatísku framsetningu leikhússins gat það reynst…yfirdrifið. En, líkast til er það mjög persónubundið hvernig slíkt orkar á áhorfendur. Sýningin gekk vel þetta frumsýningarkvöld og rann hnökralaust; leikhópurinn var með allt sitt á hreinu sem hlýtur að skrifast á góða leikstjórn sem Hilmar Jónsson hefur með höndum. Allt hverfist um einhverfa drenginn sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson lék. Sagan byggir á heimi hans en innsýn í hugarheim hans á leiksviðinu hlaust með því snjallræði að kennslu- og vinkona drengsins, sem Brynhildur Guðjónsdóttir lék af miklu öryggi, les úr bók sem hann skrifar um ævintýri sitt. Þótt hlutverk drengsins sé þakklátt, er það langt í frá einfalt. Mikið er undir því komið að áhorfendur láti sér ekki á sama standa um drenginn en jafnframt verður hann að vera þreytandi upp að því marki að óþol annarra persóna gagnvart honum sé skiljanlegt. Þetta er vandfundinn jafnvægispunktur sem hinn mjög svo geðþekki Þorvaldur Davíð fann og það má heita vel að verki staðið.Hin viðkvæma hluttekning Leikhópurinn allur stóð sig verulega vel, einvala lið en eins og áður sagði snýst þetta að verulegu leyti um að finna hina réttu línu, að hluttekningin með aðstæðum persóna fjúki ekki út í veður og vind þegar þær tapa þolinmæðinni gagnvart hinum einhverfa. Óþarft er að draga einhvern út úr hópnum nema óhjákvæmilegt er að nefna frammistöðu Bergs Þórs Ingólfssonar í hlutverki föðurins sem er í mikilli klemmu. Bergur Þór túlkaði það með miklum ágætum og fyllti vel út í sviðið.Stjarna sýningarinnar baksviðs En, stjörnu sýningarinnar er að finna baksviðs. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar er glæsileg hönnun sem þjónar sýningunni afbragðs vel. Finnur Arnar nær, í góðri samvinnu við Björn Bergstein Guðmundsson ljósameistara, grafíska hönnuðinn Petr Hloušek og Þórunni Maríu Jónsdóttur búningahönnuð, að skapa sjónræna veislu á sviðinu. Kóreógrafía Lee Proud var einnig vel útfærð og gaf góða tilfinningu fyrir firringu drengsins. Leikritið er mjög breskt og sem betur fer reyndi þýðandinn Guðrún Vilmundardóttir sig ekki við staðfæringar, slíkt hefði getað endað með ósköpum.Niðurstaða: Sjónræn og vel gerð sýning, vel leikin en sagan stendur ekki vel undir svo langri sýningu – sem hlýtur að skrifast á leikgerðina.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira