Fín lína milli húmors og alvöru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:30 Verkefnið sem herdeildin fær er ekki auðvelt að leysa. Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira