Með menningararfinn í genunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 14:00 Marta Nordal Vísir/Daníel Marta Nordal, leikkona, leikstjóri og forseti Leiklistarsambands Íslands, er einn umsækjenda um stöðu Borgarleikhússtjóra. Hún hefur sterkar skoðanir á stefnu og framtíðaráherslum leikhússins og vill auka samstarf milli listgreina. Í fjölskyldu hennar er líka hefð fyrir því að gegna ábyrgðarembættum og systur hennar fjórar hafa allar valist til stjórnunarstarfa. Við Marta höfðum mælt okkur mót á Ráðhúskaffi snemma morguns, en þar er ekki nokkur hræða og á röltinu í rokinu milli kaffihúsa í miðbænum í leit að friðsælu horni talar Marta án afláts um málþing um leiklist sem halda á 3. mars og hún er ein af forsvarsmanneskjum fyrir sem formaður Leiklistarsambands Íslands. Þetta er henni greinilega mikið hjartans mál og hún bókstaflega ljómar af ákafa þegar hún ræðir um málefni leiklistarinnar í landinu. Hún segist sammála því að umræðan um listir þurfi að komast upp úr farvegi markaðsvæðingarinnar og hefur skýringar á reiðum höndum á því hvernig umræðan festist í því fari. „Ég held að þetta sé þjónkun við markaðinn. Umræðan snýst meira og minna um hagræn áhrif lista í stað þess að við listamenn séum að tala um stefnur og markmið í listinni sjálfri. Við erum alltaf að réttlæta tilvist okkar með því hvað við skilum miklu í kassann. En eðli listarinnar er bara allt annað og hún verður að fá að virka út frá sínum eigin forsendum. Það eru alltaf dregnir fram þeir listamenn sem hafa slegið í gegn og skilað hagrænum áhrifum, en það gleymist að list þeirra spratt ekki úr engu. Hún varð til í gegnum samtal þeirra við þá listamenn sem komu á undan og voru kannski á undan sinni samtíð þannig að þeir nutu ekki viðurkenningar fyrr en seinna, en án þeirra hefði ekki orðið þessi framþróun í listinni. Við verðum að skoða þetta í stóra samhenginu og ég held að það sé hreinlega hættulegt að einangra umræðuna við markaðshliðina. Listamenn virðast vera farnir að óttast það að einangrast ef þeir tala um listina á hennar eigin forsendum og gangast inn á forsendur markaðsumræðunnar. Það eru haldin endalaus málþing um listina sem markaðsvöru, en við verðum að komast upp úr því fari og taka umræðuna í okkar hendur.“Forstöðumannafjölskylda Marta er lærð leikkona og lék í mörg ár bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu en sneri sér síðan að leikstjórn, hvað olli þeirri stefnubreytingu? „Já, ég lék í mörg ár og gekk í gegnum allt það sem leikari gengur í gegnum, bæði frústrasjónir og hamingjustundir, en mig langaði að stíga lengra. Eftir að ég byrjaði að leikstýra fann ég sjálfa mig betur vegna þess að þá getur maður tjáð sig í stærra samhengi og haft meiri áhrif. Ég var orðin svolítið leið á mörgu sem ég sá í leikhúsunum og langaði að gera sýningar eins og þær sem mig sjálfa langaði að sjá og hafa frelsi til þess. Ég lærði ekki leikstjórn en ég hef lært mjög mikið af því að takast á við leikstjórnina og er alltaf að lesa mér til, horfa og læra af öðrum, ekki síst í öðrum listgreinum. Ég er haldin mjög mikilli fróðleiksfýsn og langar að vera sífellt að bæta mig.“ Með leikhópi sínum Aldrei óstelandi hefur Marta beint sjónum að íslenskum leikritaarfi og sett upp bæði Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar og Lúkas Guðmundar Steinssonar, en sú sýning var talin ein besta sýning síðasta árs af gagnrýnendum. Hún segist vera heilluð af menningararfi okkar og viðurkennir að sem barnabarn Sigurðar Nordal prófessors, dóttir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og Dóru Nordal, hafi hún auðvitað verið alin upp við það hversu miklu máli sá arfur skipti. „Ég held að sá áhugi sé líka bara í DNA-inu í okkur systkinunum. Ég man voða lítið eftir afa, var svo lítil þegar hann dó, en ég held að íslensk menning sé svona dálítið greipt inn í mann.“ Systurnar í fjölskyldunni eru fimm, auk eins bróður, og þær hafa allar látið til sín taka í stjórnunarstöðum, ýmist í menningu eða stjórnmálum. Er það líka í DNA-inu, eða voru þær aldar upp til þess? „Jú, jú, við erum svona forstöðumannafjölskylda. En ég veit ekki hvað veldur. Við erum allar aldar upp við að hugsa um heildarmyndina en ekki smáatriðin og finnst það áhugavert. Þetta er ekki stjórnsemi, held ég, það myndi enginn kalla okkur stjórnsamar. Nema kannski Beru því hún er elst og þurfti að stjórna okkur hinum.“Listamenn eiga að hafa sterkar skoðanir Mikið hefur verið rætt um það að enginn sem ekki hafi gráðu í menningarstjórnun eða MBA-gráðu geti komið til greina í starf leikhússtjóra. Marta viðurkennir, næstum skömmustulega, að hún sé reyndar í MBA-námi. „En ég er ekki mjög góð í því, viðskiptafræðin er ekki mín sterkasta hlið. Þótt pabbi hafi verið seðlabankastjóri og ég hafi kynnst fjármálageiranum þá vekur sá geiri lítinn áhuga hjá mér. Ég fékk ekki nógu mikið af þeim genum. Það sem ég fékk frá pabba var miklu frekar þessi fróðleiksfýsn og þekkingarþörf, sem ég held að sé ofsalega mikilvægur drifkraftur. Sérstaklega í listum skiptir öllu máli að vera opin fyrir hugmyndum og því að læra af öðrum. Það versta sem getur gerst er að lokast inni og halda að maður sé bara „með þetta“. Þá staðnar maður.“ Marta viðurkennir að hafa verið kölluð í viðtal vegna leikhússtjórastarfsins, en vill ekki ræða það frekar þar sem hún sé stödd í miðju umsóknarferli. „Ég er mjög æðrulaus gagnvart þessu. Þetta fer allt eins og það á að fara. Leikhús er svo breitt svið, alveg frá handverki og skemmtanagildi yfir í tilraunastarfsemi og listræna dirfsku. Það má ekki þrengja sviðið of mikið og negla niður einhverjar ákveðnar reglur um það hvað leikhús er. Það fer ekkert á milli mála að Magnús Geir er markaðssnillingur en í grunninn er hann samt að fylgja sömu stefnu og alltaf hefur verið fylgt. Það er að segja að setja upp kassastykki til að borga undir tilraunastarfsemina og að fá inn fólk í leikhúsið og skemmta því það vel að það vilji koma aftur. Svo má endalaust deila um það hvort það sé hlutverk stofnanaleikhúsa að setja upp söngleiki og gamanleiki, hvort það eigi ekki að láta frjálsa geirann um það, en hvergi annars staðar er aðstaða og svigrúm til að setja upp flottar söngleikjasýningar, til dæmis, þannig að sú umræða er svolítið á villigötum finnst mér. Fjölbreytni er grunnstefið. Ég vona að íslensk leikritun verði efld, fjölbreyttari sviðslistaform verði fengin í húsið og hlutverk leikhússins þannig þanið. Það er svo margt í gangi úti um allan heim sem mér finnst leikhúsin hér þurfa að opna fyrir. Mér finnst líka að listamenn hússins eigi að hafa hafa sterkar skoðanir á því hvað á að gera og hvert leikhúsið er að fara. Ég vil kalla fólk með þekkingu að borðinu og hvetja alla til að koma með hugmyndir. Mér finnst eðlilegt að allar listgreinar geti átt í frjóu samstarfi á jafnréttisgrundvelli innan leikhússins.“ Ólöf, systir Mörtu, var til skamms tíma alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður hans, óttast hún ekkert að það verði litið á ráðningu hennar sem pólitíska ef til kemur? „Ég er ekki sjálfstæðismanneskja og hef aldrei verið. Ég er oft sammála stefnu þeirra og oft ósammála og ég held að í grunninn séu flestir Íslendingar hægri kratar, jafnaðarmenn en um leið einstaklingshyggjufólk sem vill hafa frelsi til athafna. Í grundvallaratriðunum getum við öll oftar verið sammála en ósammála svo ég skil stundum ekki um hvað þetta pólitíska þras snýst.“ Verði leikhússtjóradraumurinn ekki að veruleika er þó engin hætta á að Marta verði verkefnalaus. Leikhópur hennar, Aldrei óstelandi, er að undirbúa leikgerð á skáldsögunni Ofsa eftir Einar Kárason og stefnt er að frumsýningu í haust. „Ég er ofsalega spennt fyrir því verkefni. Jón Atli Jónasson er kominn til liðs við okkur við handritsgerðina og þetta verður skemmtileg glíma. Það verður ekkert áfall þótt ég fái ekki leikhússtjórastarfið. Það sóttu um margir kandidatar sem væri virkilega spennandi að sjá takast á við verkefnið og ég treysti fullkomlega til að ráða við það. Ég treysti því bara að besti umsækjandinn verði valinn; manneskja sem stendur vörð um listina og kann að hlusta.“ Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Marta Nordal, leikkona, leikstjóri og forseti Leiklistarsambands Íslands, er einn umsækjenda um stöðu Borgarleikhússtjóra. Hún hefur sterkar skoðanir á stefnu og framtíðaráherslum leikhússins og vill auka samstarf milli listgreina. Í fjölskyldu hennar er líka hefð fyrir því að gegna ábyrgðarembættum og systur hennar fjórar hafa allar valist til stjórnunarstarfa. Við Marta höfðum mælt okkur mót á Ráðhúskaffi snemma morguns, en þar er ekki nokkur hræða og á röltinu í rokinu milli kaffihúsa í miðbænum í leit að friðsælu horni talar Marta án afláts um málþing um leiklist sem halda á 3. mars og hún er ein af forsvarsmanneskjum fyrir sem formaður Leiklistarsambands Íslands. Þetta er henni greinilega mikið hjartans mál og hún bókstaflega ljómar af ákafa þegar hún ræðir um málefni leiklistarinnar í landinu. Hún segist sammála því að umræðan um listir þurfi að komast upp úr farvegi markaðsvæðingarinnar og hefur skýringar á reiðum höndum á því hvernig umræðan festist í því fari. „Ég held að þetta sé þjónkun við markaðinn. Umræðan snýst meira og minna um hagræn áhrif lista í stað þess að við listamenn séum að tala um stefnur og markmið í listinni sjálfri. Við erum alltaf að réttlæta tilvist okkar með því hvað við skilum miklu í kassann. En eðli listarinnar er bara allt annað og hún verður að fá að virka út frá sínum eigin forsendum. Það eru alltaf dregnir fram þeir listamenn sem hafa slegið í gegn og skilað hagrænum áhrifum, en það gleymist að list þeirra spratt ekki úr engu. Hún varð til í gegnum samtal þeirra við þá listamenn sem komu á undan og voru kannski á undan sinni samtíð þannig að þeir nutu ekki viðurkenningar fyrr en seinna, en án þeirra hefði ekki orðið þessi framþróun í listinni. Við verðum að skoða þetta í stóra samhenginu og ég held að það sé hreinlega hættulegt að einangra umræðuna við markaðshliðina. Listamenn virðast vera farnir að óttast það að einangrast ef þeir tala um listina á hennar eigin forsendum og gangast inn á forsendur markaðsumræðunnar. Það eru haldin endalaus málþing um listina sem markaðsvöru, en við verðum að komast upp úr því fari og taka umræðuna í okkar hendur.“Forstöðumannafjölskylda Marta er lærð leikkona og lék í mörg ár bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu en sneri sér síðan að leikstjórn, hvað olli þeirri stefnubreytingu? „Já, ég lék í mörg ár og gekk í gegnum allt það sem leikari gengur í gegnum, bæði frústrasjónir og hamingjustundir, en mig langaði að stíga lengra. Eftir að ég byrjaði að leikstýra fann ég sjálfa mig betur vegna þess að þá getur maður tjáð sig í stærra samhengi og haft meiri áhrif. Ég var orðin svolítið leið á mörgu sem ég sá í leikhúsunum og langaði að gera sýningar eins og þær sem mig sjálfa langaði að sjá og hafa frelsi til þess. Ég lærði ekki leikstjórn en ég hef lært mjög mikið af því að takast á við leikstjórnina og er alltaf að lesa mér til, horfa og læra af öðrum, ekki síst í öðrum listgreinum. Ég er haldin mjög mikilli fróðleiksfýsn og langar að vera sífellt að bæta mig.“ Með leikhópi sínum Aldrei óstelandi hefur Marta beint sjónum að íslenskum leikritaarfi og sett upp bæði Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar og Lúkas Guðmundar Steinssonar, en sú sýning var talin ein besta sýning síðasta árs af gagnrýnendum. Hún segist vera heilluð af menningararfi okkar og viðurkennir að sem barnabarn Sigurðar Nordal prófessors, dóttir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og Dóru Nordal, hafi hún auðvitað verið alin upp við það hversu miklu máli sá arfur skipti. „Ég held að sá áhugi sé líka bara í DNA-inu í okkur systkinunum. Ég man voða lítið eftir afa, var svo lítil þegar hann dó, en ég held að íslensk menning sé svona dálítið greipt inn í mann.“ Systurnar í fjölskyldunni eru fimm, auk eins bróður, og þær hafa allar látið til sín taka í stjórnunarstöðum, ýmist í menningu eða stjórnmálum. Er það líka í DNA-inu, eða voru þær aldar upp til þess? „Jú, jú, við erum svona forstöðumannafjölskylda. En ég veit ekki hvað veldur. Við erum allar aldar upp við að hugsa um heildarmyndina en ekki smáatriðin og finnst það áhugavert. Þetta er ekki stjórnsemi, held ég, það myndi enginn kalla okkur stjórnsamar. Nema kannski Beru því hún er elst og þurfti að stjórna okkur hinum.“Listamenn eiga að hafa sterkar skoðanir Mikið hefur verið rætt um það að enginn sem ekki hafi gráðu í menningarstjórnun eða MBA-gráðu geti komið til greina í starf leikhússtjóra. Marta viðurkennir, næstum skömmustulega, að hún sé reyndar í MBA-námi. „En ég er ekki mjög góð í því, viðskiptafræðin er ekki mín sterkasta hlið. Þótt pabbi hafi verið seðlabankastjóri og ég hafi kynnst fjármálageiranum þá vekur sá geiri lítinn áhuga hjá mér. Ég fékk ekki nógu mikið af þeim genum. Það sem ég fékk frá pabba var miklu frekar þessi fróðleiksfýsn og þekkingarþörf, sem ég held að sé ofsalega mikilvægur drifkraftur. Sérstaklega í listum skiptir öllu máli að vera opin fyrir hugmyndum og því að læra af öðrum. Það versta sem getur gerst er að lokast inni og halda að maður sé bara „með þetta“. Þá staðnar maður.“ Marta viðurkennir að hafa verið kölluð í viðtal vegna leikhússtjórastarfsins, en vill ekki ræða það frekar þar sem hún sé stödd í miðju umsóknarferli. „Ég er mjög æðrulaus gagnvart þessu. Þetta fer allt eins og það á að fara. Leikhús er svo breitt svið, alveg frá handverki og skemmtanagildi yfir í tilraunastarfsemi og listræna dirfsku. Það má ekki þrengja sviðið of mikið og negla niður einhverjar ákveðnar reglur um það hvað leikhús er. Það fer ekkert á milli mála að Magnús Geir er markaðssnillingur en í grunninn er hann samt að fylgja sömu stefnu og alltaf hefur verið fylgt. Það er að segja að setja upp kassastykki til að borga undir tilraunastarfsemina og að fá inn fólk í leikhúsið og skemmta því það vel að það vilji koma aftur. Svo má endalaust deila um það hvort það sé hlutverk stofnanaleikhúsa að setja upp söngleiki og gamanleiki, hvort það eigi ekki að láta frjálsa geirann um það, en hvergi annars staðar er aðstaða og svigrúm til að setja upp flottar söngleikjasýningar, til dæmis, þannig að sú umræða er svolítið á villigötum finnst mér. Fjölbreytni er grunnstefið. Ég vona að íslensk leikritun verði efld, fjölbreyttari sviðslistaform verði fengin í húsið og hlutverk leikhússins þannig þanið. Það er svo margt í gangi úti um allan heim sem mér finnst leikhúsin hér þurfa að opna fyrir. Mér finnst líka að listamenn hússins eigi að hafa hafa sterkar skoðanir á því hvað á að gera og hvert leikhúsið er að fara. Ég vil kalla fólk með þekkingu að borðinu og hvetja alla til að koma með hugmyndir. Mér finnst eðlilegt að allar listgreinar geti átt í frjóu samstarfi á jafnréttisgrundvelli innan leikhússins.“ Ólöf, systir Mörtu, var til skamms tíma alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður hans, óttast hún ekkert að það verði litið á ráðningu hennar sem pólitíska ef til kemur? „Ég er ekki sjálfstæðismanneskja og hef aldrei verið. Ég er oft sammála stefnu þeirra og oft ósammála og ég held að í grunninn séu flestir Íslendingar hægri kratar, jafnaðarmenn en um leið einstaklingshyggjufólk sem vill hafa frelsi til athafna. Í grundvallaratriðunum getum við öll oftar verið sammála en ósammála svo ég skil stundum ekki um hvað þetta pólitíska þras snýst.“ Verði leikhússtjóradraumurinn ekki að veruleika er þó engin hætta á að Marta verði verkefnalaus. Leikhópur hennar, Aldrei óstelandi, er að undirbúa leikgerð á skáldsögunni Ofsa eftir Einar Kárason og stefnt er að frumsýningu í haust. „Ég er ofsalega spennt fyrir því verkefni. Jón Atli Jónasson er kominn til liðs við okkur við handritsgerðina og þetta verður skemmtileg glíma. Það verður ekkert áfall þótt ég fái ekki leikhússtjórastarfið. Það sóttu um margir kandidatar sem væri virkilega spennandi að sjá takast á við verkefnið og ég treysti fullkomlega til að ráða við það. Ég treysti því bara að besti umsækjandinn verði valinn; manneskja sem stendur vörð um listina og kann að hlusta.“
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira