Moskvulínan II Pawel Bartoszek skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Á seinasta kjörtímabili rak Ísland minnst tvær utanríkisstefnur. Annars vegar var það utanríkisstefna Íslands sem vildi ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þetta Ísland vildi samþykkja kröfur Breta og Hollendinga í IceSave. Þetta var Ísland ríkisstjórnarinnar, eða öllu heldur Samfylkingarhluta hennar. Hinn stjórnarflokkurinn samþykkti þessa stefnu þegjandi og hljóðalaust, en augljóslega án mikils eldmóðs. Svo var það hin utanríkisstefnan, utanríkisstefna forsetans. Utanríkisstefna sem snerist um að tala illa um Evrópusambandið á opinberum vettvangi. Utanríkisstefna Íslands sem vildi ekki ganga í Evrópusambandið, vildi ekki semja við Breta og Hollendinga, vildi efla samskipti við Kínverja og Rússa, gera viðskiptasamninga við þau lönd og styggja ríkisstjórnir þeirra aldrei. Það er auðvitað ruglingslegt þegar þjóð hefur tvær utanríkisstefnur. Menn eru ekki endilega vanir því að forseti ríkis sem hefur beðið um að ganga í ESB rakki það í spað og spyrji hvers konar „klúbbur þetta eiginlega sé“. Eða að ríki semji um aðild að tollabandalagi og geri á sama tíma fríverslunarsamning við allt annað ríki. En nú hefur staðan einfaldast til muna. Framsóknarmennirnir þrír, forseti, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, ganga í takt. Þetta er minna ruglingslegt. Ég veit ekki hvort mér finnst það betra.Við kusum þetta Til að gæta sanngirni þá er auðvitað ekki þannig að þessi nýja, andevrópska, prókínverska og prórússneska utanríkisstefna hafi ekkert lýðræðislegt umboð. Ólafur Ragnar vann seinustu forsetakosningar með nokkrum mun. Synjanir hans á lögum um IceSave voru staðfestar af kjósendum með afgerandi hætti. Fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, var í hópi dyggustu stuðningsmanna forsetans. Framsóknarflokkurinn með sinn nýja InDefense-arm náði góðum árangri í seinustu kosningum. En, já, þessi utanríkisstefna datt ekki af himnum ofan. Fólk kaus hana.Með í sýningunni Forseti Íslands mætti til Sotsjí ásamt tveimur ráðherrum. Forsetar hafa hingað til lítið mætt á Vetrarólympíuleika. Þjóðhöfðingjar margra annarra ríkja létu ekki sjá sig. Þar fyrir utan er nú ekki eins og þessi íþróttahátíð fái Íslendinga til að leggja niður vinnu. Við sendum oftast færri keppendur þangað en í Evróvisjón. Og þegar þjóðhöfðingi okkar mætir og tekur mynd af sér með Pútín þá hefur það eitthvað að segja. Það er stundum sagt að markmið Rússa með þessum leikum sé að sýna heiminum hitt og þetta. Ég held að markmið rússneskra stjórnvalda sé fyrst og fremst að sannfæra eigin borgara um að þeir búi í öflugu og nútímalegu ríki sem aðrir í heiminum virði og líti upp til. Við höfum nú gert okkar til að hjálpa til í þeirri leiksýningu.Ráðherra les upp úr Ítar-Tass Seinast í vikunni gerði utanríkisráðherrann eiginlega gott betur með því að taka undir málstað Rússa í málefnum Úkraínu með því að halda því fram að í raun bæri Evrópusambandið ábyrgð á ástandinu í Úkraínu. Þetta er athyglisverður vinkill. Ástandið í Úkraínu er nú svipað því sem það var í Rússlandi á 10. áratugnum. Olígarkar ráða miklu, fjölhyggjan á í vök að verjast og veruleg hætta er á að Úkraína fari sömu leið og Rússland, Hvíta-Rússland eða Kasakstan, verði ríki þar sem kosningar eru lítið annað en fjarvistarsönnun fyrir ráðamenn til að halda áfram að herða völd sín. Deilurnar í Kíev snúast um hvort landið eigi að vera vestrænt fjölhyggjuríki eða pútínskt nær-einræði. Það ætti að vera auðvelt taka afstöðu í þeirri deilu. Það reynist hinum Moskvuvænu framsóknarmönnum hins vegar erfiðara en mörgum öðrum.Hýddar fyrir söng Ég ætla ekki að búa til falska valkosti. Við getum eflt tengsl okkar við nágrannaþjóðirnar án þess að ganga í ESB. Það má reyna. En núverandi utanríkisstefnu, stefnu sleikjuskapar við harðstjórnir, verður að linna. Þeir sem vilja geta farið á netið og séð myndband þar sem lögreglumenn í Sotsjí lemja meðlimi Pussy Riot með svipum. Þetta höfum við kosið: Utanríkisstefnu þar sem við nýtum hvert tækifæri til að standa í átökum við þau ríki sem ættu að standa okkur næst. Utanríkisstefnu sem tekur ekki stöðu með mannréttindum. Utanríkisstefnu þar sem við freistum þess að dýpka sambönd við ríki þar sem konur eru hýddar með svipum á götum úti fyrir það að hafa reynt að syngja lag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Á seinasta kjörtímabili rak Ísland minnst tvær utanríkisstefnur. Annars vegar var það utanríkisstefna Íslands sem vildi ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þetta Ísland vildi samþykkja kröfur Breta og Hollendinga í IceSave. Þetta var Ísland ríkisstjórnarinnar, eða öllu heldur Samfylkingarhluta hennar. Hinn stjórnarflokkurinn samþykkti þessa stefnu þegjandi og hljóðalaust, en augljóslega án mikils eldmóðs. Svo var það hin utanríkisstefnan, utanríkisstefna forsetans. Utanríkisstefna sem snerist um að tala illa um Evrópusambandið á opinberum vettvangi. Utanríkisstefna Íslands sem vildi ekki ganga í Evrópusambandið, vildi ekki semja við Breta og Hollendinga, vildi efla samskipti við Kínverja og Rússa, gera viðskiptasamninga við þau lönd og styggja ríkisstjórnir þeirra aldrei. Það er auðvitað ruglingslegt þegar þjóð hefur tvær utanríkisstefnur. Menn eru ekki endilega vanir því að forseti ríkis sem hefur beðið um að ganga í ESB rakki það í spað og spyrji hvers konar „klúbbur þetta eiginlega sé“. Eða að ríki semji um aðild að tollabandalagi og geri á sama tíma fríverslunarsamning við allt annað ríki. En nú hefur staðan einfaldast til muna. Framsóknarmennirnir þrír, forseti, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, ganga í takt. Þetta er minna ruglingslegt. Ég veit ekki hvort mér finnst það betra.Við kusum þetta Til að gæta sanngirni þá er auðvitað ekki þannig að þessi nýja, andevrópska, prókínverska og prórússneska utanríkisstefna hafi ekkert lýðræðislegt umboð. Ólafur Ragnar vann seinustu forsetakosningar með nokkrum mun. Synjanir hans á lögum um IceSave voru staðfestar af kjósendum með afgerandi hætti. Fyrrum formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, var í hópi dyggustu stuðningsmanna forsetans. Framsóknarflokkurinn með sinn nýja InDefense-arm náði góðum árangri í seinustu kosningum. En, já, þessi utanríkisstefna datt ekki af himnum ofan. Fólk kaus hana.Með í sýningunni Forseti Íslands mætti til Sotsjí ásamt tveimur ráðherrum. Forsetar hafa hingað til lítið mætt á Vetrarólympíuleika. Þjóðhöfðingjar margra annarra ríkja létu ekki sjá sig. Þar fyrir utan er nú ekki eins og þessi íþróttahátíð fái Íslendinga til að leggja niður vinnu. Við sendum oftast færri keppendur þangað en í Evróvisjón. Og þegar þjóðhöfðingi okkar mætir og tekur mynd af sér með Pútín þá hefur það eitthvað að segja. Það er stundum sagt að markmið Rússa með þessum leikum sé að sýna heiminum hitt og þetta. Ég held að markmið rússneskra stjórnvalda sé fyrst og fremst að sannfæra eigin borgara um að þeir búi í öflugu og nútímalegu ríki sem aðrir í heiminum virði og líti upp til. Við höfum nú gert okkar til að hjálpa til í þeirri leiksýningu.Ráðherra les upp úr Ítar-Tass Seinast í vikunni gerði utanríkisráðherrann eiginlega gott betur með því að taka undir málstað Rússa í málefnum Úkraínu með því að halda því fram að í raun bæri Evrópusambandið ábyrgð á ástandinu í Úkraínu. Þetta er athyglisverður vinkill. Ástandið í Úkraínu er nú svipað því sem það var í Rússlandi á 10. áratugnum. Olígarkar ráða miklu, fjölhyggjan á í vök að verjast og veruleg hætta er á að Úkraína fari sömu leið og Rússland, Hvíta-Rússland eða Kasakstan, verði ríki þar sem kosningar eru lítið annað en fjarvistarsönnun fyrir ráðamenn til að halda áfram að herða völd sín. Deilurnar í Kíev snúast um hvort landið eigi að vera vestrænt fjölhyggjuríki eða pútínskt nær-einræði. Það ætti að vera auðvelt taka afstöðu í þeirri deilu. Það reynist hinum Moskvuvænu framsóknarmönnum hins vegar erfiðara en mörgum öðrum.Hýddar fyrir söng Ég ætla ekki að búa til falska valkosti. Við getum eflt tengsl okkar við nágrannaþjóðirnar án þess að ganga í ESB. Það má reyna. En núverandi utanríkisstefnu, stefnu sleikjuskapar við harðstjórnir, verður að linna. Þeir sem vilja geta farið á netið og séð myndband þar sem lögreglumenn í Sotsjí lemja meðlimi Pussy Riot með svipum. Þetta höfum við kosið: Utanríkisstefnu þar sem við nýtum hvert tækifæri til að standa í átökum við þau ríki sem ættu að standa okkur næst. Utanríkisstefnu sem tekur ekki stöðu með mannréttindum. Utanríkisstefnu þar sem við freistum þess að dýpka sambönd við ríki þar sem konur eru hýddar með svipum á götum úti fyrir það að hafa reynt að syngja lag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun