Lífið í ESB er ostur fyrir ost Guðni Ágústsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun