Nálgast Mozart sem vin Ugla Egilsdóttir skrifar 25. janúar 2014 11:00 Domenico Codispoti hefur komið margoft til Íslands. Mynd/Gettyimages Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri. Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri.
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira