Fjárfestirinn sem raðar inn tilnefningum til Óskarsins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 10:00 Það er slegist um Megan. Fréttablaðið/Getty Images Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Megan Ellison er orðið eitt þekktasta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa samtals fengið 35 Óskarstilnefningar. Sautján af tilkynningunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar American Hustle, Her og The Grandmaster sem allar voru fjármagnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamæringsins Larrys Ellison, framkvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 41 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frumkvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrirtæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftirsóttasta í kvikmyndabransanum.Hér með leikurum í American Hustle.The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðlungsháan framleiðslukostnað á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað samtals 290 milljónum dollara í miðasölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleiðendur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöfundar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíóseríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að myndir hennar hefðu hlotið sautján tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“17— Megan Ellison (@meganeellison) January 16, 2014
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira