Læknisvottorð, ómerkilegur pappír? Teitur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2014 06:00 Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að gefa út vottorð vegna veikinda skjólstæðinga sinna, einnig vegna starfshæfni eða annarrar hæfni sem þykir þurfa læknisfræðilega nálgun og staðfestingu eins og við stjórnun ökutækja, skipa og flugvéla svo eitthvað sé nefnt. Þá er snar þáttur heimilislækna sem og annarra lækna orðinn að votta um ástand skjólstæðinga með tilliti til tryggingartöku þeirra, gagnvart hinu opinbera og lífeyrissjóðum vegna langvarandi veikinda eða jafnvel ferða viðkomandi innanlands þegar hann sækir sér læknishjálp. Læknisvottorð geta verið gögn í dómsmálum og þurfa læknar að geta staðið við þau fyrir dómi ef svo ber undir. Þetta er býsna mikil skriffinnska og talsverður munur á því hvaða augum læknar líta þessi vottorð en samkvæmt reglugerð um útgáfu læknisvottorða nr. 586/1991 segir orðrétt í fyrstu grein: „Lækni ber skylda til að votta samskipti sín og sjúklings, óski sjúklingur eftir því, eftir atvikum foreldri eða forráðamaður eða annar umboðsmaður hans.“ Þá getur verið óskað eftir vottorði læknis eins og þekkt er af hálfu tryggingarfélags eða opinberra aðila eins og sýslumanns eða flugmálastjórnar samanber hér að ofan. Þetta er ekki alltaf svona auðvelt því í þriðju grein segir: „Læknir skal ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt,“ og þar liggur flækjustig málsins.Óljós viðmið Oft er um að ræða vottorð þar sem er illa skilgreint hvað þarf til að standa eða falla á skoðun, viðmið eru óljós varðandi marga þætti og standa aðrar þjóðir okkur mun framar hvað þetta snertir. Sem dæmi má nefna sjómenn sem þurfa starfshæfnisvottorð vegna vinnu sinnar, ýmislegt er mælt og skoðað en viðmið ekki vel skilgreind, það er háð mati læknisins. Ólíkt því sem er t.d í Noregi, Bandaríkjunum og víðar. Hið sama gildir um ökuleyfisvottorð í dag. Það er í lagi ef slíkt mat væri samræmt sem það er hins vegar alls ekki. Eitt af fáránlegri vottorðum sem læknar eru beðnir að skrifa út í dag er vegna skotvopnaleyfis, en þar ber að votta um líkamlega og andlega heilsu viðkomandi og hvort hann sé hæfur til að bera skotvopn, en það liggja ekki til grundvallar nein viðmið og er þetta algerlega háð mati hvers læknis fyrir sig. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki boðlegt. Sem dæmi um góð vinnubrögð varðandi læknisfræðilegt starfshæfi er reglugerð um læknisskoðun þeirra sem stunda reykköfun. Þar er vel skilgreint hvað á að skoða, hvernig og sömuleiðis hvað kemur í veg fyrir að viðkomandi hljóti leyfi.Einhliða umræða Læknirinn getur í nokkrum hluta þeirra vottorða sem hann gefur út dags daglega alls ekki sannreynt eitt eða neitt, heldur staðfestir hann frásögn skjólstæðings. Það eru til dæmis vottorð vegna veikinda til atvinnurekenda og vegna fjarveru frá skóla sem oftsinnis eru afgreidd í gegnum síma. Þarna getur verið mikið í húfi fyrir skjólstæðing læknisins en einnig fyrir atvinnurekandann í formi kjarasamningsbundinna ákvæða og réttinda. Læknar hafa almennt ekki góða innsýn inn í slíka samninga og eru heldur ekki að velta fyrir sér muninum á milli þeirra hvað þessi atriði snertir. Því hættir þeim til að meðhöndla alla eins, sem er að vissu leyti rökrétt fyrir lækninn þegar hann hugsar um hagsmuni sjúklingsins sem hann á fyrst og fremst að gera. Þó má ekki gleyma því að á sama tíma og hann gerir það má hann ekki ganga á rétt vinnuveitandans. Það hvarflar ekki að mér að ætla að draga úr rétti sjúklinga, né heldur að gera lítið úr vinnu við læknisvottorð þar sem ég er sannfærður um að rétt sé með farið í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. En mér þykir umræðan um „rétt“ vera dálítið einhliða hjá launþeganum þó svo ég þykist vita að víða er pottur brotinn í samskiptum í atvinnulífinu. Vottorð vegna veikinda eru því í sumum tilvikum beinlínis notuð til þess að koma fólki sem er fullfrískt, en biturt sökum einhverra aðstæðna, í veikindi sem eiga sér enga raunverulega stoð. Þetta er sérstaklega algengt hjá einstaklingum sem hefur verið sagt upp störfum og eru á uppsagnarfresti. Samskiptavandi á vinnustað, vanlíðan, einelti og heilsuspillandi umhverfi auk annarra vandamála eiga sér farveg í markvissu heilsu- og vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja með fulltingi trúnaðarlæknis í vinnuverndarlöggjöfinni. Sé misbrestur á slíku starfi getur það leitt til aukinnar fjarveru vegna veikinda sem kunna að vera raunveruleg eða jafnvel ekki, en slíkt er vont fyrir alla hlutaðeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að gefa út vottorð vegna veikinda skjólstæðinga sinna, einnig vegna starfshæfni eða annarrar hæfni sem þykir þurfa læknisfræðilega nálgun og staðfestingu eins og við stjórnun ökutækja, skipa og flugvéla svo eitthvað sé nefnt. Þá er snar þáttur heimilislækna sem og annarra lækna orðinn að votta um ástand skjólstæðinga með tilliti til tryggingartöku þeirra, gagnvart hinu opinbera og lífeyrissjóðum vegna langvarandi veikinda eða jafnvel ferða viðkomandi innanlands þegar hann sækir sér læknishjálp. Læknisvottorð geta verið gögn í dómsmálum og þurfa læknar að geta staðið við þau fyrir dómi ef svo ber undir. Þetta er býsna mikil skriffinnska og talsverður munur á því hvaða augum læknar líta þessi vottorð en samkvæmt reglugerð um útgáfu læknisvottorða nr. 586/1991 segir orðrétt í fyrstu grein: „Lækni ber skylda til að votta samskipti sín og sjúklings, óski sjúklingur eftir því, eftir atvikum foreldri eða forráðamaður eða annar umboðsmaður hans.“ Þá getur verið óskað eftir vottorði læknis eins og þekkt er af hálfu tryggingarfélags eða opinberra aðila eins og sýslumanns eða flugmálastjórnar samanber hér að ofan. Þetta er ekki alltaf svona auðvelt því í þriðju grein segir: „Læknir skal ekki staðhæfa annað í vottorði en það sem hann hefur sjálfur sannreynt,“ og þar liggur flækjustig málsins.Óljós viðmið Oft er um að ræða vottorð þar sem er illa skilgreint hvað þarf til að standa eða falla á skoðun, viðmið eru óljós varðandi marga þætti og standa aðrar þjóðir okkur mun framar hvað þetta snertir. Sem dæmi má nefna sjómenn sem þurfa starfshæfnisvottorð vegna vinnu sinnar, ýmislegt er mælt og skoðað en viðmið ekki vel skilgreind, það er háð mati læknisins. Ólíkt því sem er t.d í Noregi, Bandaríkjunum og víðar. Hið sama gildir um ökuleyfisvottorð í dag. Það er í lagi ef slíkt mat væri samræmt sem það er hins vegar alls ekki. Eitt af fáránlegri vottorðum sem læknar eru beðnir að skrifa út í dag er vegna skotvopnaleyfis, en þar ber að votta um líkamlega og andlega heilsu viðkomandi og hvort hann sé hæfur til að bera skotvopn, en það liggja ekki til grundvallar nein viðmið og er þetta algerlega háð mati hvers læknis fyrir sig. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki boðlegt. Sem dæmi um góð vinnubrögð varðandi læknisfræðilegt starfshæfi er reglugerð um læknisskoðun þeirra sem stunda reykköfun. Þar er vel skilgreint hvað á að skoða, hvernig og sömuleiðis hvað kemur í veg fyrir að viðkomandi hljóti leyfi.Einhliða umræða Læknirinn getur í nokkrum hluta þeirra vottorða sem hann gefur út dags daglega alls ekki sannreynt eitt eða neitt, heldur staðfestir hann frásögn skjólstæðings. Það eru til dæmis vottorð vegna veikinda til atvinnurekenda og vegna fjarveru frá skóla sem oftsinnis eru afgreidd í gegnum síma. Þarna getur verið mikið í húfi fyrir skjólstæðing læknisins en einnig fyrir atvinnurekandann í formi kjarasamningsbundinna ákvæða og réttinda. Læknar hafa almennt ekki góða innsýn inn í slíka samninga og eru heldur ekki að velta fyrir sér muninum á milli þeirra hvað þessi atriði snertir. Því hættir þeim til að meðhöndla alla eins, sem er að vissu leyti rökrétt fyrir lækninn þegar hann hugsar um hagsmuni sjúklingsins sem hann á fyrst og fremst að gera. Þó má ekki gleyma því að á sama tíma og hann gerir það má hann ekki ganga á rétt vinnuveitandans. Það hvarflar ekki að mér að ætla að draga úr rétti sjúklinga, né heldur að gera lítið úr vinnu við læknisvottorð þar sem ég er sannfærður um að rétt sé með farið í yfirgnæfandi meirihluta tilfella. En mér þykir umræðan um „rétt“ vera dálítið einhliða hjá launþeganum þó svo ég þykist vita að víða er pottur brotinn í samskiptum í atvinnulífinu. Vottorð vegna veikinda eru því í sumum tilvikum beinlínis notuð til þess að koma fólki sem er fullfrískt, en biturt sökum einhverra aðstæðna, í veikindi sem eiga sér enga raunverulega stoð. Þetta er sérstaklega algengt hjá einstaklingum sem hefur verið sagt upp störfum og eru á uppsagnarfresti. Samskiptavandi á vinnustað, vanlíðan, einelti og heilsuspillandi umhverfi auk annarra vandamála eiga sér farveg í markvissu heilsu- og vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja með fulltingi trúnaðarlæknis í vinnuverndarlöggjöfinni. Sé misbrestur á slíku starfi getur það leitt til aukinnar fjarveru vegna veikinda sem kunna að vera raunveruleg eða jafnvel ekki, en slíkt er vont fyrir alla hlutaðeigandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun