Einni af okkur nauðgað Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. janúar 2014 06:00 Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur. En það er einmitt málið. Heimurinn er ljótur. Eftir að hafa heyrt þessa frétt velti ég þó fyrir mér hvort það væri einungis fréttnæmt þegar norrænn samborgari verður fyrir ofbeldinu í landi þar sem nauðganir eru því miður daglegt brauð. Það er auðvitað gömul saga og ný að atburðir úr nærumhverfi okkar séu fréttnæmari en aðrir. Í þessu tilviki er auðvelt að samsama sig aðstæðum, setja vinkonur sínar í stuttbuxur og sari á ferðalagi um Indland. En finnst okkur verra að danskri konu hafi verið nauðgað en indverskri? Erum við orðin dofin fyrir ofbeldi sem gerist í ókunnugum veruleika langt í burtu? Eftir hópnauðgun í Delí sem dró indverska stúlku til dauða var gerð bylting sem leiddi til gríðarlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um nauðganir á Indlandi. Þremur mánuðum síðar hafði tilkynningum um nauðganir fjölgað tvöfalt því að konur þorðu frekar að tilkynna brotin eftir alla umræðuna. Fjölmiðlaumræða stuðlar að því að fordæma brot sem hafa fengið að grassera í skjóli skammar þolandans og færa skömmina yfir á gerandann. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki greint frá öllum ofbeldisbrotum sem eiga sér stað úti í heimi. Það er skiljanlegt að við síum hvað við tökum inn á okkur til að vera ekki fullkomlega miður okkar allan daginn. En það er hollt að muna að ofbeldisbrot eru jafnalvarleg hvar sem þau eiga sér stað. Þennan sama dag rak ég augun í færsluna í heimabankanum sem fer mánaðarlega til UN Women. Vestræna lúxussamviskubitið sem ég hafði verið að bögglast með minnkaði smá við að muna að það eru til samtök og hópar og hellingur af góðu fólki sem hægt er að styrkja til að vaka yfir réttindum þeirra sem við eigum kannski til að gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur. En það er einmitt málið. Heimurinn er ljótur. Eftir að hafa heyrt þessa frétt velti ég þó fyrir mér hvort það væri einungis fréttnæmt þegar norrænn samborgari verður fyrir ofbeldinu í landi þar sem nauðganir eru því miður daglegt brauð. Það er auðvitað gömul saga og ný að atburðir úr nærumhverfi okkar séu fréttnæmari en aðrir. Í þessu tilviki er auðvelt að samsama sig aðstæðum, setja vinkonur sínar í stuttbuxur og sari á ferðalagi um Indland. En finnst okkur verra að danskri konu hafi verið nauðgað en indverskri? Erum við orðin dofin fyrir ofbeldi sem gerist í ókunnugum veruleika langt í burtu? Eftir hópnauðgun í Delí sem dró indverska stúlku til dauða var gerð bylting sem leiddi til gríðarlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um nauðganir á Indlandi. Þremur mánuðum síðar hafði tilkynningum um nauðganir fjölgað tvöfalt því að konur þorðu frekar að tilkynna brotin eftir alla umræðuna. Fjölmiðlaumræða stuðlar að því að fordæma brot sem hafa fengið að grassera í skjóli skammar þolandans og færa skömmina yfir á gerandann. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki greint frá öllum ofbeldisbrotum sem eiga sér stað úti í heimi. Það er skiljanlegt að við síum hvað við tökum inn á okkur til að vera ekki fullkomlega miður okkar allan daginn. En það er hollt að muna að ofbeldisbrot eru jafnalvarleg hvar sem þau eiga sér stað. Þennan sama dag rak ég augun í færsluna í heimabankanum sem fer mánaðarlega til UN Women. Vestræna lúxussamviskubitið sem ég hafði verið að bögglast með minnkaði smá við að muna að það eru til samtök og hópar og hellingur af góðu fólki sem hægt er að styrkja til að vaka yfir réttindum þeirra sem við eigum kannski til að gleyma.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun