„Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2014 13:00 „Það var gott að ná að anda að sér íslensku lofti,“ sagði Frank Fannar í stuttu fríi frá dansi í nútímadansuppfærslu á Svanavatninu í Þýskalandi. Fréttablaðið/GVA „Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“ Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“
Menning Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira