Innlent

Ráðherrar funda með forseta á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi ríkisstjórnarinnar með forseta á dögunum þegar Ólöf Nordal tók sæti innanríkisráðherra.
Frá fundi ríkisstjórnarinnar með forseta á dögunum þegar Ólöf Nordal tók sæti innanríkisráðherra. Vísir/GVA
Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum miðvikudaginn 31. desember, gamlársdag, klukkan 10.00. Ekki kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu hvort eitthvað sérstakt sé á dagskrá fundarins en um árlegan fund er að ræða.

Breytingar hafa verið gerðar á ríkisstjórn á umræddum fundi. Árið 2011 fóru til að mynda Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason úr ríkisstjórn en Oddný Harðardóttir kom ný inn.

Þá tilkynnti forseti Íslands ríkisstjórninni á gamlársdag árið 2009 að hann hefði frestað því að staðfesta Icesave-frumvarpið sem samþykkt hafði verið á Alþingi.

Mögulega verða gerðar breytingar í ráðherrateymi ríkisstjórnarinnar en Framsóknarflokkurinn fær væntanlega fimmta ráðherrann í ríkisstjórn. Þingflokkurinn fundar í dag klukkan 17 og mögulega verður tíðinda að vænta í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×