Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2014 13:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira