Innlent

Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. Lesandi Vísis sendi inn myndband á netfangið [email protected] sem sýnir glögglega hve erfitt er um vik á svæðinu.

Fjórir fótgangandi við Höfðatorg eiga í mesta basli með að standa uppréttir í vindinum. Falla þau öll til jarðar og virðist einn þeirra renna beinustu leið niður í bílakjallarann.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði fyrr í dag við miklum vindstrengju við háhýsin. Strengirnir eru sagðir hættulegir gangandi vegfarendum og þeim sem eru á reiðhjólum. Fólk er varað við að vera á ferðinni á svæðinu í dag.

Uppfært

Ari Sigurðsson var einn þeirra sem sjá má á myndbandinu. Hann útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann reyndi að bjarga ferðamönnum sem komnir voru í sjálfheldu. Nánar hér.


Tengdar fréttir

Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri

Ljósmyndari Fréttablaðsin fór á stúfana í morgun og náði þessum myndum af óveðrinu. Vindurinn er gríðarlegur við Höfðatorg og má þarna finna myndir af fólki sem rúllar hreinlega eftir götunni.

Hættulegt ástand við Höfðatorg

Ástandið við Höfðatorg í Reykjavík er alveg skelfilegt. Þar hefur fasteignafélagið Eykt fengið mann til þess að standa við húsið og grípa fólk sem gengur fyrir hornið austur Borgartún og gengur meðfram Hamborgarafabrikkunni.

Háhýsið var sagt glapræði

Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×