Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2014 19:39 Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira