Að renna blóðið til skyldunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 10. desember 2014 09:00 Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira