Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ 24. nóvember 2014 21:16 „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni. Brestir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni.
Brestir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira