Íslendingar borðuðu hálft tonn af kalkúni í IKEA Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 11:45 Góð stemning myndaðist á veitingastað IKEA í gær. vísir/ernir Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson. IKEA Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Verslunin IKEA byrjaði að bjóða upp á þakkargjörðarmáltíð í gær en hún verður í sölu til jóla. Máltíðin samanstendur af kalkúnabringu, sykurbrúnuðum kartöflum, kalkúnafyllingu, rauðkáli, maísbaunum og sósu. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, seldust um það bil 550 kíló af kalkúni og meðlæti í gær. „Við erum ekki með nákvæma tölu um hve margir borðuðu í gær þar sem margir geta verið á bak við hverja færslu. Við seldum hinsvegar tæplega þúsund skammta af kalkún og það borðuðu líklega um þrjú þúsund manns hjá okkur í gær,“ segir Þórarinn og bætir við að góð stemning hafi verið í matsölunni þó mikið hafi verið að gera. „Það var rífandi stemming í gær, sérstaklega seinnipartinn. Þó það hafi um tima myndast raðir, þá ganga þær mjög hratt fyrir sig, en fólk kann mjög vel að meta hraða þjónustu, frábært verð og þau gæði sem veitingastaður IKEA er þekktur fyrir.“ Fjölmargir landsþekktir menn skelltu sér í IKEA. Meðal þeirra sem fengu sér kalkún voru Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, Skúli Óskarsson, kraftlyftingamaður og tvisvar sinnum íþróttamaður ársins og tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson.
IKEA Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira