Segir Bill Cosby hafa nauðgað henni fyrir 32 árum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 13:30 Ofurfyrirsætan Janice Dickinson segir í viðtali við Entertainment Tonight að grínarinn Bill Cosby hafi nauðgað sér árið 1982. Janice, sem nú er 59 ára, segist fyrst hafa hitt spéfuglinn, nú 77 ára, þegar umboðsmaður hennar kom á fundi þeirra á milli til að ræða um mögulegt hlutverk fyrir fyrirsætuna í skemmtiþættinum The Cosby Show. Þau hittust síðan aftur eftir að Janice hafði farið í meðferð en þá bauð grínarinn henni hlutverkið sem þau höfðu rætt á fundinum. Þá bauð Cosby henni líka til Lake Tahoe í Bandaríkjunum til að horfa á uppistand með honum. Janice segir að hann hafi gefið henni vínglas og verkjalyf því hún þjáðist af tíðarverkjum. „Ég vaknaði næsta dag og var ekki í náttfötunum mínum og ég man eftir að hafa hugsað, áður en ég leið út af, að ég hefði verið kynferðislega misnotuð af þessum manni. Það síðasta sem ég man var Bill Cosby í náttslopp. Síðan fór hann úr náttsloppnum og lagðist ofan á mig. Og ég man eftir miklum sársauka. Næsta morgun vaknaði ég í engum náttfötum og það var sæði á milli fótleggja minna," segir hún í viðtali við Entertainment Tonight. Janice segist hafa reynt að skrifa um atvikið í sjálfsævisögu sinni No Lifeguard on Duty: The Accidental Life of the World's First Supermodel sem kom út árið 2002. Þá þvinguðu lögfræðingar Cosby hana til að gera það ekki að hennar sögn. „Ég er að gera þetta núna því það er hið rétta í stöðunni og af því þetta kom fyrir mig og þetta er sönn saga. Ég trúi öllum hinum konunum," segir Janice. Greint var frá því fyrir stuttu að þrettán konur hefðu sakað Cosby um nauðgun en lögmaður grínarans hefur sagt þessar ásakanir tilhæfulausar. Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum. 15. nóvember 2014 16:36 Cosby segir ásakanirnar ekki svaraverðar Segir þær áratugagamlar og ósannar. 16. nóvember 2014 18:29 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Ofurfyrirsætan Janice Dickinson segir í viðtali við Entertainment Tonight að grínarinn Bill Cosby hafi nauðgað sér árið 1982. Janice, sem nú er 59 ára, segist fyrst hafa hitt spéfuglinn, nú 77 ára, þegar umboðsmaður hennar kom á fundi þeirra á milli til að ræða um mögulegt hlutverk fyrir fyrirsætuna í skemmtiþættinum The Cosby Show. Þau hittust síðan aftur eftir að Janice hafði farið í meðferð en þá bauð grínarinn henni hlutverkið sem þau höfðu rætt á fundinum. Þá bauð Cosby henni líka til Lake Tahoe í Bandaríkjunum til að horfa á uppistand með honum. Janice segir að hann hafi gefið henni vínglas og verkjalyf því hún þjáðist af tíðarverkjum. „Ég vaknaði næsta dag og var ekki í náttfötunum mínum og ég man eftir að hafa hugsað, áður en ég leið út af, að ég hefði verið kynferðislega misnotuð af þessum manni. Það síðasta sem ég man var Bill Cosby í náttslopp. Síðan fór hann úr náttsloppnum og lagðist ofan á mig. Og ég man eftir miklum sársauka. Næsta morgun vaknaði ég í engum náttfötum og það var sæði á milli fótleggja minna," segir hún í viðtali við Entertainment Tonight. Janice segist hafa reynt að skrifa um atvikið í sjálfsævisögu sinni No Lifeguard on Duty: The Accidental Life of the World's First Supermodel sem kom út árið 2002. Þá þvinguðu lögfræðingar Cosby hana til að gera það ekki að hennar sögn. „Ég er að gera þetta núna því það er hið rétta í stöðunni og af því þetta kom fyrir mig og þetta er sönn saga. Ég trúi öllum hinum konunum," segir Janice. Greint var frá því fyrir stuttu að þrettán konur hefðu sakað Cosby um nauðgun en lögmaður grínarans hefur sagt þessar ásakanir tilhæfulausar.
Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum. 15. nóvember 2014 16:36 Cosby segir ásakanirnar ekki svaraverðar Segir þær áratugagamlar og ósannar. 16. nóvember 2014 18:29 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum. 15. nóvember 2014 16:36