Innlent

Hlátrasköll þegar Þorsteinn ruglaðist á þingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. Vísir/Daníel
Nokkuð furðuleg uppákoma átti sér stað á Alþingi í dag  þegar Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf ræðu um lagafrumvarp, iðnaðar- og viðskiptaráðherrra, um visthönnun vöru sem notar orku.

Til umræðu var allt annað mál, eða lykilþættir er varða mögulegan útflutning orku um sæstreng. Einar K Guðfinnsson, forseti alþingis, stökk á bjölluna og benti Þorsteini á að hann væri að ræða um rangt mál og uppskar mikil hlátrasköll meðal þingmanna.

Ræðu Þorsteins og viðbrögð Einars má heyra í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×