Krefst þess að Assange komi í héraðsdóm og beri vitni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 15:13 Sigurður er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fé með því að þykjast vera Julian Assange. Vísir / Getty Images Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna. Mál Sigga hakkara Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira