Magnaður Mugison Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 11:20 vísir/haraldur/andri marinó Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að tónlistarfólki hér á landi en í gærkvöldi bar Mugison af á Iceland Airwaves. Tónleikar hans hófust klukkan níu í Silfurbergi í Hörpu og var salurinn orðinn troðfullur á slaginu. Mugison lék listir sínar í um fjörutíu mínútur og var hvert einasta augnablik þess virði að standa í þvögunni þar sem varla var þverfóta fyrir aðdáendum. Sjálfur var hann frábær, þéttur og vel rokkaður. Þeir tónlistarmenn sem voru með honum á sviðinu í Hörpunni voru alls ekki síðri og lék bandið einstaklega vel saman. Hápunktur tónleikanna var þegar Mugison tók lagið Gúanóstelpan ásamt eiginkonu sinni, Rúnu Esradóttur, en lagið samdi hann til hennar. Ótrúlega einlæg framkoma og það mátti finna fyrir mikilli tengingu milli áhorfenda og þeirra hjóna. Meistarinn lauk síðan tónleikunum með rokkaðri útgáfu af Murr Murr og þá varð allt gjörsamlega vitlaust í salnum. Við erum heppin að eiga þennan listamann, hann er yndislegur.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira