Viðskipti innlent

Áfram takmarkanir á gjaldeyris­viðskiptum eftir að höftin hverfa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni sagði að leitað yrði leiða til þess að koma í veg fyrir afleiðuviðskipti með krónuna.
Bjarni sagði að leitað yrði leiða til þess að koma í veg fyrir afleiðuviðskipti með krónuna. Vísir / Valgarður
Mögulega verða settar reglur um viðskipti með íslensku krónuna eftir að gjaldeyrishöftin verði afnumin. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í þinginu í gær við spurningu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, um afnám hafta.

Katrín spurði Bjarna út í losun hafta í þinginu í gær.Vísir / GVA
Katrín spurði meðal annars Bjarna út í varnarorð Gylfi Zoëga hagfræðiprófessors um að afnám gjaldeyrishafta megi ekki vera á kostnað fólks í landinu og á kostnað fjárhagslegs öryggis landsins. „Er raunhæft að horfa fram á algjörlega frjálst flæði krónunnar að lokinni losun hafta? Erum við að horfa fram á einhvers konar höft hér til lengri tíma þó að ráðist verði í einhver skref?“ spurði hún.

„Um þetta hefur Seðlabankinn nú þegar ritað nokkuð mikið rit sem listar upp ýmis úrræði sem væri hægt að grípa til en ég sé fyrir mér gjaldmiðil sem flýtur frjálst en með varúðarráðstöfunum,“ svaraði Bjarni. Nefndi hann sem dæmi reglur sem mundu takmarka innlán innlendra fjármálastofnana erlendis í erlendum gjaldeyri.

Bjarni talaði einnig um að afleiðuviðskipti með gjaldmiðilinn sem hann vill takmarka. „Við eigum að leita leiða til þess að koma í veg fyrir slík viðskipti sem gera lítið annað en að sveifla gengi krónunnar,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×