Innlent

Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ökumaðurinn hvolfdi bílnum.
Ökumaðurinn hvolfdi bílnum.

Myndband úr öryggismyndavél í bílakjallaranum við Höfðatorg er nú komið á netið, en þar sést ökumaður hvolfa bíl sínum við að reyna að bakka á fullum hraða á hlið bílkjallarans. Click here for an English version.

Óþarfi er að eyða fleiri orðum í að lýsa myndbandinu, því sjón er sögu ríkari:

Albert Ómar Guðbrandsson er umsjónarmaður fasteigna og er húsnæðið við Höfðatorg meðal annars í hans umsjá. Hann birti myndbandið í dag, en atburðurinn gerðist fyrir þremur árum, eins og sjá má á tímastimplinum í myndbandinu.

„Já, við höfum fengið margar áskoranir að birta myndbandið og ákváðum að gera það núna, eftir samtal við tryggingastjóra. Við vildum ekki birta þetta fyrr, en fannst þetta nú þannig myndband að það almenningur þyrfti að sjá það.“

Albert man vel eftir kvöldinu þegar þetta gerðist, en hringt var í hann. „Ég var staddur á norðausturhluta landsins og gat því ekki komið. En lögreglan var kölluð út auk sjúkraliða. Sem betur fer slasaðist enginn.“

Tjónið var umtalsvert, enda hurðin á bílakjallaranum dýr.

„Já, ég reikna með að þetta hafi verið tjón upp á um það bil fimm milljónir króna,“ útskýrir hann.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á [email protected].








Fleiri fréttir

Sjá meira


×