Að geðræn áföll mæti skilningi Steinar Almarsson og Elín Oddný Sigurðardóttir og Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifa 10. október 2014 07:00 Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun