Krefjast þess að Ísland víki frá stóriðjustefnu sinni Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2014 11:20 Hildur Knútsdóttir er einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar, en sambærilegar göngur eru nú haldnar víða um heim. Vísir/AFP og GVA „Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“ Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“
Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira