Volkswagen rafmagnsbíll var í boði árið 1959 Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 09:57 Lágt eldsneytisverð og skortur á umhverfishugsun drápu tilraun Daves til framleiðslu á rafmagnsbílum. Ekki eru ýkja mörg ár síðan rafmagnsbílar fóru að sjást á götunum í einhverju magni og enn eru þeir býsna fáir. Þeir algengustu, Nissan Leaf og Tesla Model S eiga sér aðeins örfárra ára sögu. Því mætti halda að rafmagnsbílar séu tiltölulega ný hugmynd, en svo er aldeilis ekki. Í upphafi sögu bílsins seint á þarsíðustu öld bitust rafmagnsbílar og bílar með brunahreyflum um hina eiginlegu framtíð bílsins og höfðu bílar knúnir jarðefnaeldsneyti betur. Því lá framleiðsla á rafmagnsbílum lengi niðri, en átti það þó til að dúkka upp við og við. Eitt slíkt skipti var árið 1959 er framleidd voru 200 eintök af Volkswagen Karmann Ghia bílnum með rafmagnsmótorum eingöngu. Það var tannlæknirinn Charles Daves sem stóð fyrir þessu, en hann keypti Karmann Ghia bíla frá Volkswagen og breytti þeim í rafmagnsbíla sem knúnir voru tveimur rafmótorum tendum við afturöxulinn. Mótorarnir voru 22 hestöfl, en hefðbundinn Karmann Ghia var 36 hestöfl. Þar sem rafhlöðurnar í bílnum voru svo þungar skipti Daves út mörgum þungum íhlutum í bílnum og notaði koltrefjar í staðinn. Einnig hvarf margt úr bílnum og var hann til dæmis ekki með útvarp, sem tekið hefði rafmagn frá mótorunum. Daves skipti líka stórum hluta stálundivagns bílsins út fyrir álundirvagn. Þetta sýnir hversu langt á undan sinni framtíð Daves var í smíði sinni þar sem einmitt þessar aðferðir eru notaðar í dag til að létta rafmagnsbíla. Þessi gerð Karmann Ghia bílsins var engin spyrnukerra og hámarkshraði hans var 93 km/klst og drægni bílsins var 120-130 kílómetrar. Alls ekki slæmt í samanburði við rafmagnsbíla nútímans og á pari við Nissan Leaf. Verð bílsins var 2.895 dollarar en fyrir um 1.000 dollara minna mátti kaupa hefðbundinn Karmann Ghia eða Studebaker Lark eða Rambler bíla. Því seldist hann ekki nægilega vel, enda var verð á bensíni afar lágt þá. Almenningur sá ekki ástæðu til að kaupa dýrari bíl með minna afl sem komst takmarkaða leið og því voru aðeins framleidd 200 eintök af þessum framúrstefnulega bíl. Umhverfismál voru heldur ekki mikið í umræðunni og því dó þessi magnaða tilraun þessa hugsjónamanns.Rafmótorarnir voru aftan í bílnum, líkt og vélin í hefðbundnum Karmann Ghia. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent
Ekki eru ýkja mörg ár síðan rafmagnsbílar fóru að sjást á götunum í einhverju magni og enn eru þeir býsna fáir. Þeir algengustu, Nissan Leaf og Tesla Model S eiga sér aðeins örfárra ára sögu. Því mætti halda að rafmagnsbílar séu tiltölulega ný hugmynd, en svo er aldeilis ekki. Í upphafi sögu bílsins seint á þarsíðustu öld bitust rafmagnsbílar og bílar með brunahreyflum um hina eiginlegu framtíð bílsins og höfðu bílar knúnir jarðefnaeldsneyti betur. Því lá framleiðsla á rafmagnsbílum lengi niðri, en átti það þó til að dúkka upp við og við. Eitt slíkt skipti var árið 1959 er framleidd voru 200 eintök af Volkswagen Karmann Ghia bílnum með rafmagnsmótorum eingöngu. Það var tannlæknirinn Charles Daves sem stóð fyrir þessu, en hann keypti Karmann Ghia bíla frá Volkswagen og breytti þeim í rafmagnsbíla sem knúnir voru tveimur rafmótorum tendum við afturöxulinn. Mótorarnir voru 22 hestöfl, en hefðbundinn Karmann Ghia var 36 hestöfl. Þar sem rafhlöðurnar í bílnum voru svo þungar skipti Daves út mörgum þungum íhlutum í bílnum og notaði koltrefjar í staðinn. Einnig hvarf margt úr bílnum og var hann til dæmis ekki með útvarp, sem tekið hefði rafmagn frá mótorunum. Daves skipti líka stórum hluta stálundivagns bílsins út fyrir álundirvagn. Þetta sýnir hversu langt á undan sinni framtíð Daves var í smíði sinni þar sem einmitt þessar aðferðir eru notaðar í dag til að létta rafmagnsbíla. Þessi gerð Karmann Ghia bílsins var engin spyrnukerra og hámarkshraði hans var 93 km/klst og drægni bílsins var 120-130 kílómetrar. Alls ekki slæmt í samanburði við rafmagnsbíla nútímans og á pari við Nissan Leaf. Verð bílsins var 2.895 dollarar en fyrir um 1.000 dollara minna mátti kaupa hefðbundinn Karmann Ghia eða Studebaker Lark eða Rambler bíla. Því seldist hann ekki nægilega vel, enda var verð á bensíni afar lágt þá. Almenningur sá ekki ástæðu til að kaupa dýrari bíl með minna afl sem komst takmarkaða leið og því voru aðeins framleidd 200 eintök af þessum framúrstefnulega bíl. Umhverfismál voru heldur ekki mikið í umræðunni og því dó þessi magnaða tilraun þessa hugsjónamanns.Rafmótorarnir voru aftan í bílnum, líkt og vélin í hefðbundnum Karmann Ghia.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent