Bjarni sver af sér nýfrjálshyggju Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 13:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnin hafa sett hag heimilanna í forgrunn og aðgerðir hennar á þessu ári og næsta skili heimilunum aftur um 40 milljörðum króna. Það standist ekki skoðun að stefna ríkisstjórnarinnar einkennist af nýfrjálshyggju. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir öðru fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í morgun, en samkvæmt því er stefnt að 4,1 milljarði í tekjuafgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Síðustu fjárlög voru einnig lögð fram með markmiði um afgang upp á 900 milljónir króna en afgangur stefnir nú í 38 milljarða króna afgang, aðallega vegna sérstakar arðgreiðslna frá bönkunum og Seðlabankanum, mest vegna greiðslna frá Landsbankanum. Bjarni sagði núverandi fjárlagafrumvarp leiða til 0,5 prósenta aukningar ráðstöfunartekna heimilanna og 0,2 prósenta lækkunar verðlags. Þá ætti eftir að telja fram áhrif af skuldaleiðréttingaraðgerð ríkisstjórnarinnar sem gæfi annað eins. „Þannig að framundan er tímabil þar sem við getum hafið niðurgreiðslu skulda að raunvirði og verður það grundvallaratriði í langtímaáætlun ríkisfjármála næstu árin. Markvisst er þannig stefnt að lækkun skulda og þar með vaxtagjalda,“ sagði hann í þinginu í morgun. Bjarni sagði áherslur ríkisstjórnarinnar miða að því að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um nýfrjálshyggju og að fjarlægjast hið norræna velferðarkerfi. Fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina hins vegar stefna að því að byggja upp hið íslenska velferðarkerfi sem kæmi fram í auknum framlögum til aldraðra, öryrkja og með almennum lækkunum skatta og gjalda. „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sett hag heimilanna í forgrunn. Þetta má sjá á öllum þessum markvissu aðgerðum til að auka ráðstöfunartekjur þeirra. Samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og '15, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðiskulda skila aftur út til fólksins í landinu um 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur þegar borið er saman við árið 2013. Og kannski felst í þessu mesta stefnubreytingin: Vegna þess að eins og talað er af þeim sem studdu fyrri stjórn, þá er það augljóst að þessum fjármunum hefði öllum verið veitt til ríkisins, til verkefna sem ríkið hefði staðið að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnin hafa sett hag heimilanna í forgrunn og aðgerðir hennar á þessu ári og næsta skili heimilunum aftur um 40 milljörðum króna. Það standist ekki skoðun að stefna ríkisstjórnarinnar einkennist af nýfrjálshyggju. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir öðru fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í morgun, en samkvæmt því er stefnt að 4,1 milljarði í tekjuafgang á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Síðustu fjárlög voru einnig lögð fram með markmiði um afgang upp á 900 milljónir króna en afgangur stefnir nú í 38 milljarða króna afgang, aðallega vegna sérstakar arðgreiðslna frá bönkunum og Seðlabankanum, mest vegna greiðslna frá Landsbankanum. Bjarni sagði núverandi fjárlagafrumvarp leiða til 0,5 prósenta aukningar ráðstöfunartekna heimilanna og 0,2 prósenta lækkunar verðlags. Þá ætti eftir að telja fram áhrif af skuldaleiðréttingaraðgerð ríkisstjórnarinnar sem gæfi annað eins. „Þannig að framundan er tímabil þar sem við getum hafið niðurgreiðslu skulda að raunvirði og verður það grundvallaratriði í langtímaáætlun ríkisfjármála næstu árin. Markvisst er þannig stefnt að lækkun skulda og þar með vaxtagjalda,“ sagði hann í þinginu í morgun. Bjarni sagði áherslur ríkisstjórnarinnar miða að því að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um nýfrjálshyggju og að fjarlægjast hið norræna velferðarkerfi. Fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina hins vegar stefna að því að byggja upp hið íslenska velferðarkerfi sem kæmi fram í auknum framlögum til aldraðra, öryrkja og með almennum lækkunum skatta og gjalda. „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sett hag heimilanna í forgrunn. Þetta má sjá á öllum þessum markvissu aðgerðum til að auka ráðstöfunartekjur þeirra. Samanlögð áhrif skattalækkana á árunum 2014 og '15, ásamt hækkun bóta og lækkun húsnæðiskulda skila aftur út til fólksins í landinu um 40 milljörðum króna í hærri ráðstöfunartekjur þegar borið er saman við árið 2013. Og kannski felst í þessu mesta stefnubreytingin: Vegna þess að eins og talað er af þeim sem studdu fyrri stjórn, þá er það augljóst að þessum fjármunum hefði öllum verið veitt til ríkisins, til verkefna sem ríkið hefði staðið að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira