Á 670 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 10:31 Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent
Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent