Ofurútgáfa Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 16:37 Porsche Panamera Turbo S er með sömu 570 hestafla vél. Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent
Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent