Er sykur sexí? sigga dögg kynfræðingur skrifar 8. september 2014 11:00 Hunang á heima með matvælum og drykkjum en ekki á kynfærum. Mynd/Getty Ótal kynlífsráð fjalla um hvernig eigi að krydda kynlífið og sum ráðanna eru aðeins of bókstaflega þar sem mælt er með að fólk láti súkkulaðisósu eða hunang drjúpa yfir líkama hvors annnars og sleiki svo af. Sum ráð ganga enn lengra og mæla með að setja dísætan vökvann beint á kynfærin. Í ljósi þess að það er „Sykurlaus september“ þá er kannski réttara að endurskoða svona ráð (því þau líka eru bara alls ekkert góð!) en það þarf þó alls ekki að þýða sex-laus september. Hér eru fimm ráð til að halda sér sykurlausum í sex-inu: 1. Veldu sleipiefni sem innihalda ekki sætuefni eins og glycerin. Í mörgum bragðbættum sleipiefnum eru sykrur sem geta valdið sveppasýkingum á kynfærum. Í sumum sleipiefnum er einnig aspartam (gervisæta) svo það er vissara að lesa innihaldslýsingu áður en þú smyrð kynfærin. 2. Ekki setja matvæli sem innihalda sykur (eins og súkkulaðisósa eða ís) á kynfærin eða í munninn og fara svo og sleikja kynfærin. Sykur og kynfæri eiga ekki samleið. 3. Það sem má fara á kynfærin er sérframleitt fyrir þau, ekki vera of frumleg/-ur. 4. Súkkulaði getur komið þér í sexí hugarástand með því að láta vellíðunar hormón flæða um líkamann en gott er að hafa í huga að það á við um dökkt súkkulaði, því dekkra því betra og í því er líka minna af sykri en öðru ljósara súkkulaði. 5. Þó það geti verið kynæsandi að snakka á nammi þegar kúrt er uppi í rúmi þá er matur sem er talinn vera náttúrulega kynæsandi eins og ostrur og aspas, alls ekki sætur. Svo það má alveg kryddaðu upp á kynlífi án sykur og sætuefna í sykurlausum september. Heilsa Lífið Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ótal kynlífsráð fjalla um hvernig eigi að krydda kynlífið og sum ráðanna eru aðeins of bókstaflega þar sem mælt er með að fólk láti súkkulaðisósu eða hunang drjúpa yfir líkama hvors annnars og sleiki svo af. Sum ráð ganga enn lengra og mæla með að setja dísætan vökvann beint á kynfærin. Í ljósi þess að það er „Sykurlaus september“ þá er kannski réttara að endurskoða svona ráð (því þau líka eru bara alls ekkert góð!) en það þarf þó alls ekki að þýða sex-laus september. Hér eru fimm ráð til að halda sér sykurlausum í sex-inu: 1. Veldu sleipiefni sem innihalda ekki sætuefni eins og glycerin. Í mörgum bragðbættum sleipiefnum eru sykrur sem geta valdið sveppasýkingum á kynfærum. Í sumum sleipiefnum er einnig aspartam (gervisæta) svo það er vissara að lesa innihaldslýsingu áður en þú smyrð kynfærin. 2. Ekki setja matvæli sem innihalda sykur (eins og súkkulaðisósa eða ís) á kynfærin eða í munninn og fara svo og sleikja kynfærin. Sykur og kynfæri eiga ekki samleið. 3. Það sem má fara á kynfærin er sérframleitt fyrir þau, ekki vera of frumleg/-ur. 4. Súkkulaði getur komið þér í sexí hugarástand með því að láta vellíðunar hormón flæða um líkamann en gott er að hafa í huga að það á við um dökkt súkkulaði, því dekkra því betra og í því er líka minna af sykri en öðru ljósara súkkulaði. 5. Þó það geti verið kynæsandi að snakka á nammi þegar kúrt er uppi í rúmi þá er matur sem er talinn vera náttúrulega kynæsandi eins og ostrur og aspas, alls ekki sætur. Svo það má alveg kryddaðu upp á kynlífi án sykur og sætuefna í sykurlausum september.
Heilsa Lífið Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira