Gene Simmons segir rokkið dautt Orri Freyr Rúnarsson skrifar 8. september 2014 14:33 Hluti hljómsveitarinnar Kiss Mynd/Getty Í síðustu viku greindum við frá því að tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi sagði allt benda til þess að rokktónlist væri á uppleið. Nú hefur hinsvegar Kiss bassaleikarinn Gene Simmons sagt að rokktónlist sé endanlega dauð. En þetta kom fram í viðtali Simmons við blaðið Esquire. Í viðtalinu talaði Simmons um að plötufyrirtæki standa ekki jafnt þétt við bakið á rokksveitum eins og þau gerðu áður fyrr. Hann bætti við að ef hann ætti að gefa ungum tónlistarmönnum ráð væri það að hætta ekki í vinnunni.Kasabian fagnaði 10 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar sem skemmtilegum hætti um helgina þegar að hljómsveitin kom fram í London. En Kasabian gerðu sér lítið fyrir og virkuðu sem hálfgerð upphitunarhljómsveit fyrir sjálfa sig. En þeir byrjuðu kvöldið á því að spila fyrstu plötu sína í heild sinni áður en þeir hurfu af sviðinu. Þeir komu svo aftur fram og spiluðu þá hefðbundna tónleika. Nú stefnir allt í að Foo Fighters muni halda þrjá litla tónleika í Bretlandi í vikunni. En þeir settu mynd af breskri innstungu á Twitter síðu sína um helgina með skilaboðunum „Söknum ykkar...höldum svo þrjá klúbba tónleika í vikunni“. En nokkrum dögum fyrr höfðu þeir einnig sett Twitter færslu með skilaboðunum að það væri synd að halda bara eina tónleika í Bretlandi fyrst að þeir væru hvort sem er á leiðinni þangað.Tom Morello er sá þriðji frá vinstriRage Against the Machine gítarleikarinn Tom Morello hefur gefið út nýtt lag sem kallast „Marching on Ferguson“. Umfjöllunarefni lagsins er nýleg skotáras í Ferguson í Bandaríkjunum þegar að lögreglumenn skutu hinn óvopnaða Michael Brown til bana og í kjölfarið hafa verið miklar óeirðir í Ferguson, sem og víðar í Bandaríkjunum. Í Straumi í kvöld mun Óli Dóri skoða ný lög með TV on the Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasveini og Caribou en Straumur er á dagskrá X977 klukkan 23:00 í kvöld. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon
Í síðustu viku greindum við frá því að tónlistarstjóri BBC Radio 1 í Bretlandi sagði allt benda til þess að rokktónlist væri á uppleið. Nú hefur hinsvegar Kiss bassaleikarinn Gene Simmons sagt að rokktónlist sé endanlega dauð. En þetta kom fram í viðtali Simmons við blaðið Esquire. Í viðtalinu talaði Simmons um að plötufyrirtæki standa ekki jafnt þétt við bakið á rokksveitum eins og þau gerðu áður fyrr. Hann bætti við að ef hann ætti að gefa ungum tónlistarmönnum ráð væri það að hætta ekki í vinnunni.Kasabian fagnaði 10 ára afmæli fyrstu breiðskífu sinnar sem skemmtilegum hætti um helgina þegar að hljómsveitin kom fram í London. En Kasabian gerðu sér lítið fyrir og virkuðu sem hálfgerð upphitunarhljómsveit fyrir sjálfa sig. En þeir byrjuðu kvöldið á því að spila fyrstu plötu sína í heild sinni áður en þeir hurfu af sviðinu. Þeir komu svo aftur fram og spiluðu þá hefðbundna tónleika. Nú stefnir allt í að Foo Fighters muni halda þrjá litla tónleika í Bretlandi í vikunni. En þeir settu mynd af breskri innstungu á Twitter síðu sína um helgina með skilaboðunum „Söknum ykkar...höldum svo þrjá klúbba tónleika í vikunni“. En nokkrum dögum fyrr höfðu þeir einnig sett Twitter færslu með skilaboðunum að það væri synd að halda bara eina tónleika í Bretlandi fyrst að þeir væru hvort sem er á leiðinni þangað.Tom Morello er sá þriðji frá vinstriRage Against the Machine gítarleikarinn Tom Morello hefur gefið út nýtt lag sem kallast „Marching on Ferguson“. Umfjöllunarefni lagsins er nýleg skotáras í Ferguson í Bandaríkjunum þegar að lögreglumenn skutu hinn óvopnaða Michael Brown til bana og í kjölfarið hafa verið miklar óeirðir í Ferguson, sem og víðar í Bandaríkjunum. Í Straumi í kvöld mun Óli Dóri skoða ný lög með TV on the Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasveini og Caribou en Straumur er á dagskrá X977 klukkan 23:00 í kvöld.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Tónarúm - VÖK Harmageddon