Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 29. ágúst 2014 13:35 Plötusala í Bandaríkjunum hefur aldrei verið minni en í síðustu viku frá því að mælingar hófust árið 1991. Alls seldust 3.970.000 plötur í síðustu viku og er það í fyrsta sinn sem þessi tala fer undir fjórar milljónir. Söluhæsta platan var með bandaríska rapparanum Whiz Khalifa en plata hans seldist í 90. þús eintökum. Á sama tíma í fyrra seldust 4.880.000 plötur. Meðalplötusala hefur verið að falla á öllum ársfjórðungum í Bandaríkjunum á þessu ári og er hún nú 14,6% minni en í fyrra. Sérfræðingar segja þó að tölurnar komi þeim ekki á óvart enda hefur hlutfall þeirra sem hlusta á tónlist í gegnum streymisveitur á netinu farið hækkandi og því óhjákvæmilegt að það myndi bitna á plötuölu. Útgefendur benda þó einnig á ljósa punkta og þá sérstaklega varðandi sölu á vínylplötum en Jack White setti einmitt nýtt met þegar að platan Lazaretto seldist í 40. þús eintökum á einni viku sem er nýtt met. Gítarleikarinn Johnny Marr hefur nú tjáð sig um gítarstefið í laginu How Soon Is Now en samkvæmt honum voru hljómsveitarmeðlimir hans allir á barnum þegar að hann samdi lagið og sagði Marr að hefði hann farið á barinn með þeim hefði lagið trúlega aldrei orðið til. Marr sagði jafnframt að hann hefði allt haft gott vinnusiðferði enda liti hann svo á að sköpunarkrafturinn kæmi ef maður legði sig allan fram. En Johnny Marr gefur út nýja plötu í byrjun október.Lennon áritar plötu fyrir Chapman. Chapman skaut hann til bana sex klukkustundum seinna.Mark David Chapman, morðingi John Lennon, hefur nú beðist afsökunar á því að hafa verið svona mikill hálfviti. En þetta kom fram þegar að beiðni Chapman um reynslulausn var hafnað. Þar sagðist hann biðjast afsökunar á því að valda svo mörgum sársauka og hafa verið svona mikill hálfviti að velja sér þessa leið til frægðar. Nú er því ljóst að Chapman, sem var dæmdur til fangelsisvistar árið 1981, mun þurfa að sitja í fangelsi að minnsta kosti tvö ár í viðbót. Að venju verður nóg um að vera í tónleikahaldi á landinu um helgina. Á Bar 11 eru það hljómsveitirnar Morgan Kane, Saktimóðigur og Pungsig sem koma fram og er aðgangur ókeypis. Á morgun mun svo hljómsveitin Leaves koma fram á Dillon og þar kostar litlar 500kr inn. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon
Plötusala í Bandaríkjunum hefur aldrei verið minni en í síðustu viku frá því að mælingar hófust árið 1991. Alls seldust 3.970.000 plötur í síðustu viku og er það í fyrsta sinn sem þessi tala fer undir fjórar milljónir. Söluhæsta platan var með bandaríska rapparanum Whiz Khalifa en plata hans seldist í 90. þús eintökum. Á sama tíma í fyrra seldust 4.880.000 plötur. Meðalplötusala hefur verið að falla á öllum ársfjórðungum í Bandaríkjunum á þessu ári og er hún nú 14,6% minni en í fyrra. Sérfræðingar segja þó að tölurnar komi þeim ekki á óvart enda hefur hlutfall þeirra sem hlusta á tónlist í gegnum streymisveitur á netinu farið hækkandi og því óhjákvæmilegt að það myndi bitna á plötuölu. Útgefendur benda þó einnig á ljósa punkta og þá sérstaklega varðandi sölu á vínylplötum en Jack White setti einmitt nýtt met þegar að platan Lazaretto seldist í 40. þús eintökum á einni viku sem er nýtt met. Gítarleikarinn Johnny Marr hefur nú tjáð sig um gítarstefið í laginu How Soon Is Now en samkvæmt honum voru hljómsveitarmeðlimir hans allir á barnum þegar að hann samdi lagið og sagði Marr að hefði hann farið á barinn með þeim hefði lagið trúlega aldrei orðið til. Marr sagði jafnframt að hann hefði allt haft gott vinnusiðferði enda liti hann svo á að sköpunarkrafturinn kæmi ef maður legði sig allan fram. En Johnny Marr gefur út nýja plötu í byrjun október.Lennon áritar plötu fyrir Chapman. Chapman skaut hann til bana sex klukkustundum seinna.Mark David Chapman, morðingi John Lennon, hefur nú beðist afsökunar á því að hafa verið svona mikill hálfviti. En þetta kom fram þegar að beiðni Chapman um reynslulausn var hafnað. Þar sagðist hann biðjast afsökunar á því að valda svo mörgum sársauka og hafa verið svona mikill hálfviti að velja sér þessa leið til frægðar. Nú er því ljóst að Chapman, sem var dæmdur til fangelsisvistar árið 1981, mun þurfa að sitja í fangelsi að minnsta kosti tvö ár í viðbót. Að venju verður nóg um að vera í tónleikahaldi á landinu um helgina. Á Bar 11 eru það hljómsveitirnar Morgan Kane, Saktimóðigur og Pungsig sem koma fram og er aðgangur ókeypis. Á morgun mun svo hljómsveitin Leaves koma fram á Dillon og þar kostar litlar 500kr inn.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Piparkökur á Gauknum Harmageddon Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Jóhanna Guðrún: Fimm bestu Led Zeppelin lögin Harmageddon