10 leiðir til að minnka mittismálið Rikka skrifar 11. ágúst 2014 09:00 mynd/getty Þessi 10 ráð er upplagt að hafa í huga ef að þig langar að minnka mittismálið eða taka skref í áttina að heilbrigðara líferni.Skrifaðu það niður Rannsóknir sýna að þeir sem að halda sérstaka matardagbók vanda sig betur að því hvað þeir setja ofan í sig. Notaðu gamla góða pennann og blaðið, það virðist ná frekari árangri en að skrifa það niður í símann. Hækkaðu í botn Hlustaðu á tónlist með hröðum takti þegar þú hreyfir þig. Það er víst þannig að lög sem að hafa 180 slög á mínútu eins og t.d “Hey Ya” með Outkast virka fyrir þig eins og orkuskot. Hugleiddu Við eigum það stundum til að borða þegar okkur líður illa eða þegar við erum kvíðin. Hugleiðsla hefur jákvæð áhrif á þetta ástand og þar af leiðandi minnka þessar sveiflur og við verðum meðvitaðari um það hvernig okkur líður. Sofðu rótt Komdu reglu á svefninn. Óreglulegur svefn setur matarvenjur og matarlyst úr jafnvægi. Það er segin saga að við sækjumst í feitari og óhollari mat þegar við erum þreytt. Staldraðu við Líkaminn þarf smá tíma til að átta sig á því hvort að þú þurfir að borða meira eða hvort að nóg sé komið. Talið er að það taki líkamann 10-20 mínútur að átta sig á stöðunni. Staldraðu því aðeins við áður en að þú færð þér aftur á diskinn eða veður í eftirréttinn. Borðaðu áður en að þú ferð út að borða Fáðu þér smá hollt snakk áður en að þú ferð út að borða með vinunum, til dæmis epli eða handfylli af hnetum. Þegar þú ferð glorhungraður út að borða þá pantarðu yfirleitt óhollasta réttinn. … nema að þú hafir þeim mun meiri sjálfsaga.Ekki borða og horfa Rannsóknir sýna að þeir sem að borða fyrir framan sjónvarpið velja óhollari mat og stærri skammtastærðir. Við missum einbeitinguna þegar við sökkvum inn í sjónvarpið og hættum að hugsa um það magn sem að við setjum ofan í okkur.Troddu í þig trefjum Trefjar hafa þau jákvæðu áhrif á líkamann að þér finnst þú vera saddari lengur auk þess sem að þær eru góðar fyrir meltinguna og lækka blóðfitu í líkamanum Forðastu hvítu efnin Einföld kolvetni eins og hvítt hveiti, sykur og allt sem úr þeim er búið til eru orkurík en næringasnauð á sama tíma. Við græðum því lítið á því að lifa á þeim. Veldu frekar gróft hveiti og aðrar flóknari sykursameindir sem eru næringaríkari og innihalda oft á tíðum trefjar sem hafa góð áhrif á líkamann. Með jákvæðnina að vopni Allt er hægt að sigra með jákvæðnina að vopni. Hugsaðu að þú getir stjórnað matarlystinni og hrósaðu þér fyrir að velja rétta matinn. Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þessi 10 ráð er upplagt að hafa í huga ef að þig langar að minnka mittismálið eða taka skref í áttina að heilbrigðara líferni.Skrifaðu það niður Rannsóknir sýna að þeir sem að halda sérstaka matardagbók vanda sig betur að því hvað þeir setja ofan í sig. Notaðu gamla góða pennann og blaðið, það virðist ná frekari árangri en að skrifa það niður í símann. Hækkaðu í botn Hlustaðu á tónlist með hröðum takti þegar þú hreyfir þig. Það er víst þannig að lög sem að hafa 180 slög á mínútu eins og t.d “Hey Ya” með Outkast virka fyrir þig eins og orkuskot. Hugleiddu Við eigum það stundum til að borða þegar okkur líður illa eða þegar við erum kvíðin. Hugleiðsla hefur jákvæð áhrif á þetta ástand og þar af leiðandi minnka þessar sveiflur og við verðum meðvitaðari um það hvernig okkur líður. Sofðu rótt Komdu reglu á svefninn. Óreglulegur svefn setur matarvenjur og matarlyst úr jafnvægi. Það er segin saga að við sækjumst í feitari og óhollari mat þegar við erum þreytt. Staldraðu við Líkaminn þarf smá tíma til að átta sig á því hvort að þú þurfir að borða meira eða hvort að nóg sé komið. Talið er að það taki líkamann 10-20 mínútur að átta sig á stöðunni. Staldraðu því aðeins við áður en að þú færð þér aftur á diskinn eða veður í eftirréttinn. Borðaðu áður en að þú ferð út að borða Fáðu þér smá hollt snakk áður en að þú ferð út að borða með vinunum, til dæmis epli eða handfylli af hnetum. Þegar þú ferð glorhungraður út að borða þá pantarðu yfirleitt óhollasta réttinn. … nema að þú hafir þeim mun meiri sjálfsaga.Ekki borða og horfa Rannsóknir sýna að þeir sem að borða fyrir framan sjónvarpið velja óhollari mat og stærri skammtastærðir. Við missum einbeitinguna þegar við sökkvum inn í sjónvarpið og hættum að hugsa um það magn sem að við setjum ofan í okkur.Troddu í þig trefjum Trefjar hafa þau jákvæðu áhrif á líkamann að þér finnst þú vera saddari lengur auk þess sem að þær eru góðar fyrir meltinguna og lækka blóðfitu í líkamanum Forðastu hvítu efnin Einföld kolvetni eins og hvítt hveiti, sykur og allt sem úr þeim er búið til eru orkurík en næringasnauð á sama tíma. Við græðum því lítið á því að lifa á þeim. Veldu frekar gróft hveiti og aðrar flóknari sykursameindir sem eru næringaríkari og innihalda oft á tíðum trefjar sem hafa góð áhrif á líkamann. Með jákvæðnina að vopni Allt er hægt að sigra með jákvæðnina að vopni. Hugsaðu að þú getir stjórnað matarlystinni og hrósaðu þér fyrir að velja rétta matinn.
Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira