Innlent

Fólk duglegt að birta myndir af sólarlagi gærkvöldsins á samfélagsmiðlum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þessi mynd var tekin í Stóru-Sandvík við Selfoss í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin í Stóru-Sandvík við Selfoss í gærkvöldi. Mynd/Guðmundur Karl
Fallegt sólsetur vakti athygli fólks í gær og mátti sjá margar fallegar myndir á samskiptamiðlum. Í gærkvöldi mátti til að mynda sjá mikinn fjölda á göngustígnum við Sæbraut með myndavélina á lofti.

Sólarlagið var einstaklega litríkt og voru rauði og bleiki liturinn ansi ríkjandi.

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að sólarlagið verði rauðleitt vegna fjarlægðar sólarinnar við jörðu.

Hér má sjá aðra mynd sem birtist á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.Mynd/Gummi Haff
„Þegar sólin er lágt á lofti ferðast sólargeislarnir í gegnum þykkara lag af lofthjúpi jarðar og þá dreifist rauði liturinn betur en aðrir litir," segir hann og útskýrir nánar:

„Sólarljósið okkar í öllum regnbogans litum. Þegar sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar fer það í gegnum atóm og sameindir sem dreifa litum ljóssins. Blái liturinn dreifist yfirleitt mest af litum ljóssins. Þess vegna er himininn blár. Þegar sólin er lágt á lofti þarf ljósið að ferðast í gegnum meira af andrúmslofti og þar af leiðandi þykkara lag lofthjúpsins. Þá verður rauði liturinn frekar ríkjandi."

Lesendur Vísis eru hvattir til þess að senda inn fleiri myndir af fallegu sólarlagi á netfangið [email protected].

Hér má sjá sólarlagið séð frá Arnarnesi.Mynd/Pétur Guðmundsson

Tengdar fréttir

Bjartasti ofurmáni í 20 ár

Fulla tunglið sem heiðrar jarðarbúa í kvöld verður í stærra lagi. Rússneskur geimfari birti magnaðar myndir af því úr geimnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×