Fyrsti Unimog af nýrri kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 13:45 Fyrsti Unimog-inn af nýrri kynslóð rúllar af færibandi. Hinn ódrepandi Unimog frá Mercedes Benz hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og er kominn fram að nýrri kynslóð. Fyrsti bíllinn rúllaði af færibandinu í gær í Þýskalandi. Sem fyrr er bíllinn mikill vinnuþjarkur og kemst hvert sem hann vill, en sagt hefur verið um Unimog að enginn bíll hafi aðra eins getu til erfiðra ferða. Hann hefur til dæmis 120 cm vaðgetu, getur klifrað upp 45 gráðu halla og öxlarnir geta hallað um 30 gráður, en áfram fer hann samt. Þessi bíll var upphaflega smíðaður fyrir hernaðaraðgerðir, en hann hefur orðið vinsæll um allan heim sem frábært ferðatæki og auk þess selst hann vel sem atvinnubíll, t.d. við snjómokstur og slökkvistörf, eða fyrir allar vinnuaðstæður þar sem erfitt er að komast. Nýr Unimog mun fást í 10 mismunandi gerðum og verður með marga vélarkosti, frá 156 til 354 hestöfl. Í nýjum Unimog vekur athygli að framljósin eru nú í stuðara bílsins og lítið á þeim ber, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Landsnet festi kaup hérlendis á nýjum Unimog hjá Öskju og fékk hann afhentan um síðustu áramót og annar nýr bíll er í pöntun hjá Öskju. Það er því ekki bara úti í hinum stóra heimi sem markaður er fyrir þenna ótrúlega vinnuþjark. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Hinn ódrepandi Unimog frá Mercedes Benz hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga og er kominn fram að nýrri kynslóð. Fyrsti bíllinn rúllaði af færibandinu í gær í Þýskalandi. Sem fyrr er bíllinn mikill vinnuþjarkur og kemst hvert sem hann vill, en sagt hefur verið um Unimog að enginn bíll hafi aðra eins getu til erfiðra ferða. Hann hefur til dæmis 120 cm vaðgetu, getur klifrað upp 45 gráðu halla og öxlarnir geta hallað um 30 gráður, en áfram fer hann samt. Þessi bíll var upphaflega smíðaður fyrir hernaðaraðgerðir, en hann hefur orðið vinsæll um allan heim sem frábært ferðatæki og auk þess selst hann vel sem atvinnubíll, t.d. við snjómokstur og slökkvistörf, eða fyrir allar vinnuaðstæður þar sem erfitt er að komast. Nýr Unimog mun fást í 10 mismunandi gerðum og verður með marga vélarkosti, frá 156 til 354 hestöfl. Í nýjum Unimog vekur athygli að framljósin eru nú í stuðara bílsins og lítið á þeim ber, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Landsnet festi kaup hérlendis á nýjum Unimog hjá Öskju og fékk hann afhentan um síðustu áramót og annar nýr bíll er í pöntun hjá Öskju. Það er því ekki bara úti í hinum stóra heimi sem markaður er fyrir þenna ótrúlega vinnuþjark.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent