Innlent

Besta veðrið á Landsmóti hestamanna

ingvar haraldsson skrifar
Eins og sjá má spáir sól á Sunnlendinga síðdegis á föstudag.
Eins og sjá má spáir sól á Sunnlendinga síðdegis á föstudag. skjáskot/vedur.is
Fjölmargar bæjarhátíðir og samkomur verða um allt land um helgina. Allt stefnir í að besta veðrið verði á Landsmóti hestamanna á Hellu.

Þar spáir léttskýjuðu fram eftir helgi en gæti brostið á með skúrum á síðdegis á laugardagskvöld og eftir hádegi á sunnudag. Hiti verður 8 til 15 gráður.

Horfur eru ekki góðar fyrir N1 mótið á Akureyri. Þar spáir rigningu föstudag og framan af degi á laugardag.

Á írskum dögum á Akranesi verður alskýjað og um 10 stig hiti samkvæmt veðurspánni.

Rauðisandur festival og Dýrafjarðadagar verða haldnir á Vestfjörðum um helgina. Þar spáir ýmist alskýjuðu eða léttskýjuðu en sólin gæti brotist fram á föstudagskvöld. Auk þess mun líklega rigna um miðjan dag á laugardag.

Lesendur Vísis sem verða á faraldsfæti um helgina eru hvattir til að senda skemmtilegar myndir á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×