Er munur á grænmetisætu og grænmetisætu? 5. júní 2014 15:30 Gómsætt grænmeti Mynd/Getty Margar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að gerast grænmetisætur – sumir hafa einfaldlega ekki smekk fyrir kjöti, á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að leggja sér dýr til matar af siðferðislegum ástæðum. Enn aðrir snúa sér alfarið að grænmetisfæði af heilsufarsástæðum. Flestir sammælast um það að mataræði sé mikilvægur hluti af því að viðhalda góðri heilsu. Undanfarin ár hefur orðið vakning um hversu mikilvægt er að borða vel og heilsusamlega, ætli maður að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Sumir telja að grænmetisfæði sé ein besta leiðin til þess – en grænmetisætur geta haft mjög mismunandi áherslur í mataræðinu. Hér að neðan fylgja lýsingar af þessum mismunandi áherslum, þó að listinn sé ekki tæmandi.Mynd/gettyVegan er notað yfir grænmetisætur sem borða engar dýraafurðir og engin unnin matvæli sem innihalda slíkar afurðir. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Lacto-vegetarians borða ekkert kjötmeti, fisk eða egg en borða þó mjólkurvörur. Ovo-vegetarians borða ekki kjöt, fisk og mjólkurvörur en borða egg. Lacto-ovo vegetarians er algengasta tegundin af grænmetisætum. Þær borða ekki kjöt né fisk en borða hinsvegar mjólkurvörur og egg. Pescetarian er notað yfir einstaklinga sem borða engar afurðir úr dýraríkinu nema fisk og aðrar sjávarafurðir. Flexitarian er tæknilega séð ekki grænmetisæta en hugtakið er notað yfir þá sem borða nánast eingöngu afurðir úr jurtaríkinu en leyfa sér þó einstaka sinnum kjöt. Að lokum eru það svo raw vegans sem eru þær grænmetisætur sem borða eingöngu óunnið, hrátt vegan fæði og hita engin hráefni upp fyrir 47°C til þess að skemma ekki ensímin í matnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér kosti þess að gerast grænmetisæta og hvað ber að varast er hægt að finna nánari upplýsingar hér. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að gerast grænmetisætur – sumir hafa einfaldlega ekki smekk fyrir kjöti, á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að leggja sér dýr til matar af siðferðislegum ástæðum. Enn aðrir snúa sér alfarið að grænmetisfæði af heilsufarsástæðum. Flestir sammælast um það að mataræði sé mikilvægur hluti af því að viðhalda góðri heilsu. Undanfarin ár hefur orðið vakning um hversu mikilvægt er að borða vel og heilsusamlega, ætli maður að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Sumir telja að grænmetisfæði sé ein besta leiðin til þess – en grænmetisætur geta haft mjög mismunandi áherslur í mataræðinu. Hér að neðan fylgja lýsingar af þessum mismunandi áherslum, þó að listinn sé ekki tæmandi.Mynd/gettyVegan er notað yfir grænmetisætur sem borða engar dýraafurðir og engin unnin matvæli sem innihalda slíkar afurðir. Sumir eru vegan af siðferðislegum ástæðum og sniðganga ekki einungis matvæli sem innihalda dýraafurðir heldur allar vörur sem koma af eða eru unnar úr dýrum og ganga til að mynda ekki í fatnaði úr silki, leðri eða ull. Lacto-vegetarians borða ekkert kjötmeti, fisk eða egg en borða þó mjólkurvörur. Ovo-vegetarians borða ekki kjöt, fisk og mjólkurvörur en borða egg. Lacto-ovo vegetarians er algengasta tegundin af grænmetisætum. Þær borða ekki kjöt né fisk en borða hinsvegar mjólkurvörur og egg. Pescetarian er notað yfir einstaklinga sem borða engar afurðir úr dýraríkinu nema fisk og aðrar sjávarafurðir. Flexitarian er tæknilega séð ekki grænmetisæta en hugtakið er notað yfir þá sem borða nánast eingöngu afurðir úr jurtaríkinu en leyfa sér þó einstaka sinnum kjöt. Að lokum eru það svo raw vegans sem eru þær grænmetisætur sem borða eingöngu óunnið, hrátt vegan fæði og hita engin hráefni upp fyrir 47°C til þess að skemma ekki ensímin í matnum. Fyrir þá sem vilja kynna sér kosti þess að gerast grænmetisæta og hvað ber að varast er hægt að finna nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira