Skál fyrir heilsunni Rikka skrifar 23. maí 2014 09:00 Mynd/Rikka Skál fyrir heilsunniSjö, níu, þrettán. Ég hef lítið legið í flensu eða kvefi undanfarið ár og alveg væri það nú týpískt ef að það myndi nú herja á mig um leið og ég er búin að koma þessari uppskrift frá mér. Ástæðan fyrir þessu heilsuhreysti mínu undanfarið er almenn hreyfing og meðvitað mataræði. Engifer er líka ein af grunnástæðunum og hef ég reynt að nálgast ferskt pressað engifer á hverjum degi á þeim djúsbörum þar sem að það er selt, ég á nefnilega ekki djúsvél sjálf. Ég á aftur á móti ofurblandara og prófaði núna í morgun að skella saman fersku engiferi, kókosvatni og smá sítrónusafa og þar með komin með ofurskot í morgunsárið. Engifer sem styrkir ónæmiskerfið og meltinguna, steinefnaríkt kókosvatn og c-vítamín bomba úr sítrónunni. Það besta við þessa uppskrift mína, fyrir utan það hvað hún er einföld, er að ég skelli þessu bara öllu í blandarann og fæ því trefjarnar úr engiferinu í kaupbæti en aftur á móti ef að ég myndi pressa engiferið þá fengi ég ekki eins mikið út úr því, nema ef að ég myndi borða hratið ... sem að mig langar ekkert ofsalega mikið að gera og svo þarf ég ekki að þrífa djúsvélina heldur skola bara úr blandaranum. Ofurskot10 g ferskt engifer, afhýtt (ca 1,5 x 1,5 cm biti) 50 ml kókosvatn 1 tsk sítrónusafi Öllu blandað vel saman í blandara og drukkið í einum teyg. Drykkir Heilsa Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Skál fyrir heilsunniSjö, níu, þrettán. Ég hef lítið legið í flensu eða kvefi undanfarið ár og alveg væri það nú týpískt ef að það myndi nú herja á mig um leið og ég er búin að koma þessari uppskrift frá mér. Ástæðan fyrir þessu heilsuhreysti mínu undanfarið er almenn hreyfing og meðvitað mataræði. Engifer er líka ein af grunnástæðunum og hef ég reynt að nálgast ferskt pressað engifer á hverjum degi á þeim djúsbörum þar sem að það er selt, ég á nefnilega ekki djúsvél sjálf. Ég á aftur á móti ofurblandara og prófaði núna í morgun að skella saman fersku engiferi, kókosvatni og smá sítrónusafa og þar með komin með ofurskot í morgunsárið. Engifer sem styrkir ónæmiskerfið og meltinguna, steinefnaríkt kókosvatn og c-vítamín bomba úr sítrónunni. Það besta við þessa uppskrift mína, fyrir utan það hvað hún er einföld, er að ég skelli þessu bara öllu í blandarann og fæ því trefjarnar úr engiferinu í kaupbæti en aftur á móti ef að ég myndi pressa engiferið þá fengi ég ekki eins mikið út úr því, nema ef að ég myndi borða hratið ... sem að mig langar ekkert ofsalega mikið að gera og svo þarf ég ekki að þrífa djúsvélina heldur skola bara úr blandaranum. Ofurskot10 g ferskt engifer, afhýtt (ca 1,5 x 1,5 cm biti) 50 ml kókosvatn 1 tsk sítrónusafi Öllu blandað vel saman í blandara og drukkið í einum teyg.
Drykkir Heilsa Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira