Gott í grunninn: Búðu til þitt eigið majónes Í boði náttúrunnar skrifar 25. maí 2014 15:15 Að búa til mat frá grunni er bæði gefandi og skemmtilegt og við hjá Í boði náttúrunnar viljum stuðla að frekari þekkingu á einfaldri matargerð sem við getum öll átt við heima hjá okkur en fæstum dettur í hug að reyna. Með því að gera hlutina frá grunni vitum við nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur og sleppum við ýmiss konar aukaefni eins og bragð- og litarefni, svo að ekki sé minnst á rotvarnarefnin. Við völdum majónes í þetta skiptið þar sem við fjöllum einnig um hænur og fersk egg í grein í nýjasta tölublaðinu. Majónes er frábær uppistaða í margar kaldar sósur, á brauðið og í okkar ástkæru kokteilsósu. Og ef það er afgangur þá má setja restina í hárið eins og um næringu væri að ræða og á víst að gera þurrt hár mjúkt og glansandi! Uppistaðan í majónesi er eggjarauður og olía og er það majónes í sínu einfaldasta formi. En gott er að bæta nokkrum bragðefnum við til að gera það enn bragðbetra.2 eggjarauður 1 bolli bragðlítil olía 1 msk. sítrónusafi eða edik 1 tsk. Dijon-sinnep salt og piparSetjið eggjarauðurnar í rúnnaða skál sem er komið vel fyrir þannig að hún sé stöðug á borðinu og hrærið þær saman með pískara ásamt sinnepinu. Einnig er hægt að búa til majónesið í matvinnsluvél. Því næst er olíunni bætt út í og það er afar mikilvægt að gera það mjög hægt svo að majónesið skilji sig ekki. Einnig þarf að passa að hræra stöðugt á meðan olíunni er bætt út í. Þegar blandan er orðin vel þykk er sítónusafa, ediki eða blöndu af báðu bætt út í ásamt örlitlu af salti og pipar. Setjið í krukku og athugið að það er óhætt að geyma majónesið í allt að viku í ísskáp. Uppskriftina í heild sinni má sjá hér. Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Að búa til mat frá grunni er bæði gefandi og skemmtilegt og við hjá Í boði náttúrunnar viljum stuðla að frekari þekkingu á einfaldri matargerð sem við getum öll átt við heima hjá okkur en fæstum dettur í hug að reyna. Með því að gera hlutina frá grunni vitum við nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur og sleppum við ýmiss konar aukaefni eins og bragð- og litarefni, svo að ekki sé minnst á rotvarnarefnin. Við völdum majónes í þetta skiptið þar sem við fjöllum einnig um hænur og fersk egg í grein í nýjasta tölublaðinu. Majónes er frábær uppistaða í margar kaldar sósur, á brauðið og í okkar ástkæru kokteilsósu. Og ef það er afgangur þá má setja restina í hárið eins og um næringu væri að ræða og á víst að gera þurrt hár mjúkt og glansandi! Uppistaðan í majónesi er eggjarauður og olía og er það majónes í sínu einfaldasta formi. En gott er að bæta nokkrum bragðefnum við til að gera það enn bragðbetra.2 eggjarauður 1 bolli bragðlítil olía 1 msk. sítrónusafi eða edik 1 tsk. Dijon-sinnep salt og piparSetjið eggjarauðurnar í rúnnaða skál sem er komið vel fyrir þannig að hún sé stöðug á borðinu og hrærið þær saman með pískara ásamt sinnepinu. Einnig er hægt að búa til majónesið í matvinnsluvél. Því næst er olíunni bætt út í og það er afar mikilvægt að gera það mjög hægt svo að majónesið skilji sig ekki. Einnig þarf að passa að hræra stöðugt á meðan olíunni er bætt út í. Þegar blandan er orðin vel þykk er sítónusafa, ediki eða blöndu af báðu bætt út í ásamt örlitlu af salti og pipar. Setjið í krukku og athugið að það er óhætt að geyma majónesið í allt að viku í ísskáp. Uppskriftina í heild sinni má sjá hér.
Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira