Þegar skipt er um akrein í pólitík Gísli H. Halldórsson skrifar 28. maí 2014 10:37 Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun